en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7235

Title: 
  • Title is in Icelandic Vísindamenn í viðskiptum. Stjórnendur í líftæknifyrirtækjum á Íslandi
Submitted: 
  • January 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Líftækni (biotechnology) varð til sem iðnaður á seinni hluta tuttugustu aldarinnar og er óvenjuleg að því leyti að hún þróaðist sem iðnaður innan háskólasamfélagsins og akademískir vísindamenn tóku virkan þátt í uppbyggingu líftæknifyrirtækja. Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar byggir á kenningum um skoðanakerfi (institutional logics) sem eru grein innan nýju stofnanakenninganna (new institutional theory). Með líftækni er háskólasamfélagið og einkageirinn, áður aðskildar stofnanir, talin hafa færst nær hvort öðru og skoðanakerfi þeirra blandast. Mögulegur starfsframi vísindamanna í líftæknifyrirtækjum er talinn vera lögmætt val án þess að hefðbundinn starfsframi í akademíu sé þar með ólögmætur. Rannsóknin fór fram með eigindlegum viðtölum og leitast var við að svara hvernig íslenskir vísindamenn finna lögmæti í störfum innan líftæknifyrirtækja og hvaða réttlætingar þeir nota. Niðurstöðurnar benda til að vegna mótsagna milli markmiða vísinda og viðskipta í líftæknifyrirtækjum finni vísindamenn þörf fyrir að réttlæta starfsval sitt. Niðurstöðurnar benda einnig til minni samleitni milli akademíu og einkageira hér á landi en annars staðar.

Accepted: 
  • Jan 13, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7235


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Bjargey_Anna_Gudbrandsdottir_2011.pdf511.4 kBOpenHeildartextiPDFView/Open