Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7236
Miklar breytingar hafa átt sér stað í landbúnaði undanfarin ár með aukinni vélvæðingu. Öll vélvæðing hefur í för með sér kostnað, aðallega fastan kostnað sem gerir sveiflur í
rekstrarumhverfi erfiðari viðureignar, en ef um breytilegan kostnað væri að ræða. Um helmingur af fjárfestingum í landbúnaði undanfarin ár hefur verið í vélum og tækjum og
rekstrarkostnaður búvéla sem hlutfall af búgreinatekjum hefur aukist mikið á síðustu árum. Markmið verkefnisins var að útbúa einfalt reiknilíkan sem hermdi búvélakostnað og bera
síðan niðurstöðu þess saman við raunbókhaldsgögn um búvélakostnað búa sem eru í fullum rekstri til að meta forspágildi þess. Unnið var með þekktar heimildir á sviði búvélakostnaðar við gerð líkansins og það síðan borið saman við raunbókhaldsgögn þriggja búa í rekstri fyrir árin 2003-2007. Einnig var markmið að líkanið yrði hjálpartæki fyrir ráðunauta við rekstrarleiðbeiningar.
Helsta niðurstaða þessa verkefnis er að reiknilíkön séu heppilegur kostur til að meta búvélakostnað. Niðurstaðan verður þó aldrei betri en forsendur þeirra gagna sem settar eru í
líkanið. Hins vegar verður líkan sem þetta aldrei algilt verkfæri til að nota við búvélaráðgjöf, slík vinna er alltaf persónubundin og áherslur misjafnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð Eyjólfur Ingvi Bjarnason.pdf | 283.27 kB | Opinn | Skoða/Opna |