en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7239

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif breytinga skattkerfisins á skatttekjur, skattbyrði og tekjuskiptingu: Sundurgreining áhrifaþátta 1992-2009
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari ritgerð er lagt mat á áhrif skattbreytinga á skattheimtur og tekjuskiptingu. Til að skýra áhrif einstakra þátta eru áhrif skatttekna, skattbyrði og jöfnunaráhrif skattkerfisins sundurgreind. Sett er fram ný aðferðarfræði til að leggja mat á vægi einstakra þátta í þróun jöfnunaráhrifa skattkerfisins annars vegar og skattbyrði hins vegar. Þær aðferðir leiða í ljós að í tvískiptu skattkerfi, þar sem fjármagnstekjur eru skattlagðar á annan hátt en launatekjur, geta breytingar á skattbyrði og jöfnunaráhrifum skattkerfa bæði stafað af breytingum á skattlagningu launa- eða fjármagnstekna og af breytingu á samsetningu heildartekna.
  Á tímabilinu 1995-2006 voru þær skattbreytingar sem voru framkvæmdar fyrst og fremst í hag tekjuhærri fjölskyldna. Skattbreytingar leiddu til lækkunar á skattgreiðslum og skattbyrði í efri tekjuhópum en hækkunar í neðri tekjuhópum. Það leiddi til þess að jöfnunaráhrif, mæld sem lækkun Gini-stuðulsins, vegna skattkerfisins minnkuðu um ríflega tvo þriðju 1995-2007.
  Það eru einkum tveir þættir sem ollu því að dreifing skattbyrðar breyttist og jöfnunaráhrifin minnkuðu 1995-2007. Í fyrsta lagi rýrnun persónuafsláttar sem leiddi til lækkaðs hlutfalls persónuafsláttar af launatekjum, úr 18% í 11%, á árunum 1997-2007. Í öðru lagi það að vægi fjármagnstekna jókst. Þar sem fjármagnstekjur bera lægri skatt leiddi það til minnkunar jöfnunaráhrifa skattkerfisins. Rýrnun persónuafsláttar leiddi til stærsta hluta minnkunar jöfnunaráhrifa, á eftir óbeinu áhrifunum vegna aukningu fjármagnstekna í efstu tekjutíundinni.
  Rýrnun persónuafsláttarins var bein afleiðing ákvörðunar stjórnvalda að hækka ekki persónuafslátt til jafns við launaþróun, á meðan áhrif af aukinni hlutdeild fjármagnstekna í skattbyrði og tekjuskiptingu var eingöngu háð þeirri ákvörðun um að taka upp sérstakan fjármagnstekjuskatt. Þetta sýnir að áhrif stjórnvalda á dreifingu skattbyrði takmarkast í tvískiptu skattkerfi, þegar samsetning tekna breytist milli ára, líkt og gerðist hér á landi fyrir bankahrun.

Accepted: 
 • Jan 13, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7239


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Áhrif breytinga skattkerfisins á skatttekjur, skattbyrði og tekjuskiptingu.pdf1.13 MBOpenHeildartextiPDFView/Open