is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7246

Titill: 
 • Samanburður á kartöfluyrkjum og mismunandi staðsetningu flýtiáburðar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Kartöfluyrkjatilraunin var gerð í sandblendnum jarðvegi í Akurnesi í Hornafirði og í móajarðvegi á tilraunastöðinni á Korpu. Í henni fólst að bera saman erlendu kartöfluyrkin
  Belana, Inova, Piccolo star og Riviera út frá gæðum þeirra og uppskerumagni. Til viðmiðunar voru yrkin Gullauga og Premier sem eru þrautreynd við íslenskar ræktunaraðstæður. Auk þess
  voru bornir saman þrír mismunandi áburðarliðir í Akurnesi með tilliti til staðsetningar flýtiáburðarins OPTI - STARTTM (12% N, 23% P) og áburðarmagns. Tilraunin í Akurnesi var blokkatilraun með tveimur blokkum, 6 x 3 x 2 eða alls 36 reitir. Innan blokkanna tveggja voru sex smáblokkir sem notaðar voru til að fylgjast með og bregðast við breytileika í landinu. Kartöfluyrkjunum og áburðarliðunum var raðað handahófskennt innan smáblokkanna. Við tölfræðiuppgjör tilraunarinnar var notuð tvíþátta ferkvikagreining á línulegu módeli (General Linear Model) auk Pearson fylgnigreiningar. Markmið tilraunarinnar var að komast að því hvort mismunur væri á uppskeru að magni og
  gæðum eftir kartöfluyrkjum og áburðarliðum. Auk þess fól tilraunin í sér að kanna hvort eitthvað af erlendu kartöfluyrkjunum gæti hentað til áframhaldandi ræktunar á Íslandi.
  Helstu niðurstöðurnar voru þær að kartöfluyrkið Belana hentar til ræktunar við íslenskar aðstæður og þá sérstaklega með tilliti til vinnslu á forsoðnum kartöflum. Yrkin Piccolo star og Riviera lofa góðu en þarfnast frekari samanburðartilrauna. Staðsetning OPTI-STARTTM flýtiáburðarins í rás hjá kartöflunum gaf mesta uppskeruaukann að jafnaði fyrir alla uppskeruliði tilraunarinnar.

Styrktaraðili: 
 • Sambandi garðyrkjubænda
Samþykkt: 
 • 13.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7246


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs- lokaverkefni_ SRR.pdf540.5 kBOpinnPDFSkoða/Opna