en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Agricultural University of Iceland > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7247

Title: 
 • Title is in Icelandic Sýnileiki á aðkomum og afmörkun Vatnajökulsþjóðgarðs
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessu verkefni er leitast við að svara því hvernig hægt sé að gera aðkomu og afmörkun Vatnajökulsþjóðgarðs sýnilegri. Tilgangurinn með því er að styrkja ímynd hans út á við
  gagnvart íslenskum og erlendum ferðamönnum. Verkefninu er skipt í þrjá hluta; skoða sýnileika, gera hönnunartillögu og vinna með kortagrunn. Hliðstætt verkefni hefur ekki verið unnið hérlendis þannig að höfundur fetar sína eigin braut en styðst við erlendar heimildir, nýtir sér þá þekkingu sem hann hefur öðlast í náminu sem og verklag sem leiðbeinandi bendir á. Í greiningarvinnunni verður stuðst við aðferðir Kevin Lynch (1998), Simon Bel (2004), Metoder til landskabsanalyse (2001) og þarfir ferðamanna
  skoðaðar. Niðurstaða hönnunarhluta verkefnisins var sú að byggja á gamalli hefð merkinga og nota vörður til að afmarka þjóðgarðinn við aðkomur hans. Vörður eru sérstaklega viðeigandi lausn
  þar sem þær standa vörð, vísa leið, eru úr náttúrulegum efnum og falla vel að íslensku landslagi. Niðurstaða vinnu með kortagrunn var sú að betur megi gera hvað varðar merkingu þjóðgarða og náttúruverndarsvæði á útgefum kortum hér á landi. Með góðum merkingum náttúruverndarsvæða, bæði á staðnum og á kortum, er ýtt undir öryggi ferðamanna sem leiðir til betri ímyndar svæðanna. Slíkt gæti haft jákvæð áhrif fyrir hinn vaxandi ferðamannaiðnað á Íslandi en náttúran er að verða okkar helsta auðlind. Jafnframt gætu betri merkingar stuðlað að meiri virðingu fyrir landinu sem leiðir til betri umgengni ferðamanna (Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, 2006).

Accepted: 
 • Jan 13, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7247


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS Snædís Laufey Bjarnadóttir.pdf10.34 MBOpenPDFView/Open