Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7250
Þessi lokaritgerð er skrifuð til BS. prófs við Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2009. Gerð var LUK (landupplýsingakerfi) greining sem náði yfir allt landið í þeim tilgangi að afmarka þau svæði sem hentað gætu til ræktunar orkuplantna með landgræðlusjónarmið að leiðarljósi. Tilgangurinn með því er svo framleiðsla á metan sem orkugjafa. Takmarkaðist greiningin við hálfgróin og líttggróin svæði úr yfirborðsflokkun Nytjalands. Þau svæði þekja um 43% af heildarflatarmáli landsins. Fjölmargir þættir takmarka ræktun af þessu tagi og studdist greiningin alfarið við fyrirliggjandi landupplýsingagögn; hæð yfir sjávarmál, strandlínu, veghelgunarsvæði, skóglendi og kjarr, halla lands, hraun, friðuð svæði og manngerð svæði. Niðurstaðan er sú að um 2000km2 eða 2% af flatarmáli landsins megi nýta til samþættingar á ræktun orkuplantna og landgræðslu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_Ritgerd_Sigmundur Helgi Brink_samsett.pdf | 2.46 MB | Opinn | Skoða/Opna |