is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7255

Titill: 
  • Bjarni Benediktsson. Frá fræðimanni til þjóðarleiðtoga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þeirrar ritgerðar sem hér fer á eftir er að leggja mat á tvö aðskilin tímabil í starfi stjórnmálaforingjans Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra (1908-1970) með tilliti til kenninga um pólitíska forystu. Í inngangi er stutt sögulegt ágrip tuttugustu aldarinnar og tilgangur ritgerðarinnar skýrður. Í fyrsta hluta er fjallað um hugtökin „umboð“ og „vald“. Fjallað er um hugmyndir og kenningar um pólitíska forystu og settar fram tilgátur um Bjarna sem forystumann. Fyrri tilgátan lýtur að störfum Bjarna sem borgarstjóra og hin síðari að störfum hans sem forsætisráðherra. Í öðrum hluta er farið yfir þróun þjóðfélagsmála þann tíma sem Bjarni Benediktsson var í pólitískri forystu á Íslandi. Fjallað er um æsku Bjarna og uppvöxt, fjölskyldu og menntun. Þessu næst er til skoðunar það tímabil þegar hann gegndi embætti borgastjóra í Reykjavík, eða árin 1940-1947. Gerð er grein fyrir valdakerfi Sjálfstæðisflokksins í borginni sem og hinu hvernig flokkurinn byggði upp skilvirkt fyrirgreiðslukerfi sem nýttist honum einkar vel til að viðhalda völdum sínum. Þessu næst er til umfjöllunar tímabilið frá árinu 1963-1970 er Bjarni gegndi embætti forsætisráðherra. Hér er sögulegt ágrip af valdatíma Viðreisnarstjórnarinnar og auk þess fjallað um þau verk sem Bjarni beitti sér þá fyrir. Viðfangasefnið í þriðja og síðasta hluta ritgerðarinnar er valdakerfið á Íslandi og fyrirgreiðslustjórnmálin, og að endingu eru niðurstöður kynntar.

Samþykkt: 
  • 13.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7255


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
13.jan_BA-ritgerð_leiðrétt.pdf472.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna