is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7268

Titill: 
  • Miðuð markaðssetning fjar- og dreifmenntunar á Austurlandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Helstu markmið þessa verkefnis er að reyna að gera grein fyrir viðhorfi til menntunar og menntunarstigi milli sveitarfélaga á Austurlandi og hvernig miðuð markaðssetning á fjarnámi gæti nýst Austfirðingum vel. Farið verður yfir rannsókn sem höfundur vann sumarið 2010 ásamt Þekkingarneti Austurlands þar sem meðal annars voru kannaðar þarfir og viðhorf Austfirðinga til menntunar, menntunarstig þeirra og hversu meðvitað fólk var um hvar það gæti sótt sér frekari menntun. Annars vegar verður fjallað um hvernig hægt væri með hjálp markaðsfræðinnar og með aukinni áherslu og kynningu á fjarnámi að auka hlutfall þeirra sem klára lengra nám en grunnskólanám.
    Úr könnunni á menntunarstigi Austfirðinga mátti sjá að 50% Borgfirðinga, 46% Fljótsdælinga, 40% Breiðdælinga, 37% Vopnfirðinga og 35% Djúpavogsbúa hafa einungis lokið grunnskólaprófi. Þessi sveitarfélög eiga það helst öll sameiginlegt að íbúar þeirra þurfa að leggja á sig töluvert ferðalag til að komast í næsta framhaldsskóla. Sömu sveitarfélög að Seyðisfirði viðbættum höfðu hæsta hlutfall íbúa sem vissu ekki hvar þeir gætu sótt sér fag eða símenntun. Ljóst er að á þessum síðustu og verstu tímum hafa margar fjölskyldur ekki bolmagn til að senda börn að heiman í framhaldsskóla með þeim kostnaði sem því fylgir. Atvinnuleysi jókst hvergi meira á árinu 2010 en á Austurlandi eða um 20%. Þórshöfn og Patreksfjörður hafa undanfarin ár haft framhaldsdeild með góðum árangri þar sem námið fer að stærstum hluta fram í fjarfundaveri. Með því að staðfæra fjarnám að vilja og þörfum þeirra unglinga sem eru að ljúka grunnskóla og um leið gera þeim og fjölskyldum þeirra lífið auðveldara væri hægt að hækka menntunarstig í þeim sveitarfélögum sem menntunarstig er lægst, sem eru sömu sveitarfélög og þurfa að sækja langt í nám. Óbein áhrif sem vera krakkanna í sveitarfélögunum myndi hafa eru þar ótalin og ómetanleg fyrir samfélögin. Kostnaðurinn við að koma upp öflugu, einföldu, miðstýrðu og stöðluðu fjarnámskerfi fyrir íslenskt skólakerfi sem heild myndi fljótt borga sig til baka í formi minna fjármagns sem færi í dreifbýlisstyrki, ferðakostnað, með betri nýtingu á kennurum og útrýmingu á fámennum óhagkvæmum kennslustundum. Hvar væri betra að hefja innreið á slíku kerfi en milli torfærra fjallvega á Austurlandi?

Samþykkt: 
  • 13.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7268


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Lokaritgerd.pdf1.35 MBLokaðurHeildartextiPDF