is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/727

Titill: 
 • Fréttir til sölu? : sjálfstæði ritstjórna á tímum fríblaða
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni rannsóknarinnar er að varpa ljósi á sjálfstæði ritstjórna íslenskra dagblaða
  gagnvart auglýsendum og bera saman niðurstöður hvað varðar fríblöð annars vegar og
  áskriftarblöð hins vegar. Þátttakendur voru 78 starfsmenn dagblaðanna en þeir voru valdir
  tilviljanakennt úr þýði 164 blaðamanna Blaðsins, Fréttablaðsins, DV og Morgunblaðsins.
  Auk þess voru tekin viðtöl við stjórnendur ritstjórna blaðana og þeir spurðir út í helstu
  niðurstöður könnunarinnar.
  Gagnasöfnun fór þannig fram að lagðir voru samræmdir spurningalistar fyrir
  blaðamenn blaðanna fjögurra. Liðlega helmingur blaðamanna Morgunblaðsins og
  Fréttablaðsins telur að þau blöð hygli eigendum sínum. DV og Blaðið koma betur út en þar er
  hlutfallið mun lægra. Þá kemur einnig í ljós að blaðamenn á Íslandi bera mest traust til
  Morgunblaðsins.
  Viðtölin við ritstjórana leiddu ýmislegt forvitnilegt í ljós. Nokkurs ósamræmis gætir í
  viðhorfum blaðamanna annars vegar og ritstjóra hins vegar. Í ljós kemur að sumar niðurstöður
  spurningalistanna, eru nokkuð á skjön við viðhorf ritstjóranna, sérstaklega þær sem snúa að
  kostuðum umfjöllunum. Blaðamenn viðurkenna sumir að hafa skrifað slíkar „fréttir”, meðan
  ritstjórar allra blaðanna hafna því að kostaðar umfjallanir séu í þeirra blöðum. Af því mætti
  ætla að fríblöðin gangi lengra en áskriftarblöðin í að afla sér tekna. Marktektarmörk
  rannsóknarinnar voru 95%.

Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/727


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba-Ritgerd_pdf.pdf439.58 kBOpinnFréttir - heildPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf95.84 kBOpinnFréttir - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf76.34 kBOpinnFréttir - heimildaskráPDFSkoða/Opna
Útdráttur.pdf66.15 kBOpinnFréttir - útdrátturPDFSkoða/Opna