is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7270

Titill: 
 • Ísland og útlönd. Kennslubækur í Íslandssögu og viðhorf þeirra til útlanda
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fortíð Íslands sem nýlendu, einokunarverslunin og sjálfstæðisbaráttan hafa enn drjúg áhrif á samfélagsumræðuna á Íslandi og eru mikilvægur þáttur í sjálfsmynd Íslendinga. Kennslubækur í grunnskóla ná til margra einstaklinga og fræðimenn hafa áður greint innihald kennslubóka frá mismunandi sjónarhornum í samband við þjóðerni, kynþætti og útlendinga á Íslandi. Einnig hefur innihald kennslubóka í Íslandssögu frá aldamótunum 1900 verið rannsakað.
  Markmið þessarar rannsóknar er að skoða viðhorf nokkurra íslenskra kennslubóka sem voru notaðar í grunnskólum á 20. öld (útgáfuár 1915-1988) til útlanda og útlendinga og reyna að setja það í samhengi við umræðu nú á dögum um hlutskipti Íslands í
  alþjóðasamfélaginu. Greint var innihaldi fjögurra kennslubóka með tilliti til áherslu í efnisvali, stíls og orðalags. Einnig var leitað að merki um þjóðernishyggju og könnuð viðhorf höfunda til heimildanotkunar.
  Niðurstöður greiningarinnar leiddu í ljós mjög mikinn mun á bæði hversu mikla áherslu hver bók leggur á einstök tímabil (í blaðsíðum) og orðalagið, sérstaklega lýsingaorð. Því nýrri bók sem bókin er, því mildara er orðalag og dómharka minni. Elsta bókin, sem er nokkuð tilfinningahlaðin í orðavali, var hins vegar mjög vinsæl og þótti mjög skemmtilegar aflestrar en bækurnar sem komu út um miðja öldina voru taldar frekar leiðinlegar. Mikill munur fannst einnig hvað varðar tilvísum í heimildar, hlutlægni, magn umfjöllunar um einstaklinga og tilvísun í erlenda atburði. Eldri bækurnar voru hlutdrægari, fjölluðu mikið um einstaklinga, vísuðu ekki í heimildir og fjölluðu lítið um atburði í alþjóðlegu samhengi. Hins vegar notaði elsta bókin mest frásagnartækni. Yngsta bókin var sú eina sem gagnrýndi eða tjáði einhvern efa gagnvart hegðun Íslendinga í stjórnmálum, einkum gagnvart Dönum.
  Út frá þessari rannsókn má segja að íslenskar kennslubækur hafi þróast mikið á tímabilinu. Samt er víst, að mikið af þeim hugmyndum, skoðunum og þeirri sjálfsmynd sem kemur frem í eldri bókunum speglast enn í samfélagsumræðu nútímans, og taka mun tíma að breyta því.

Samþykkt: 
 • 13.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-HanneKrageCarlsen.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna