en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7272

Title: 
  • is Þróun löggjafar fæðingarorlofs og áhrif hennar á mismunandi hópa
Submitted: 
  • February 2011
Abstract: 
  • is

    Fæðingarorlof á Íslandi er hvað styst á Norðurlöndunum. Rekja má ólíkar hugmyndir til þess að velferðarkerfi landanna eru að hluta til ólík. Þróun löggjafar fæðingarorlofs hefur í gegnum tíðina einkennst að hluta af því kynjakerfi sem er að finna í opinberu lífi. Markmið fæðingarorlofs á Íslandi er að stuðla að farsælli samræmingu atvinnu- og fjölskyldulífs. Áhrif fæðingarorlofs á feður, mæður og börn eftir síðustu lagabreytingar eru af ýmsum toga. Má þar helst nefna að nýting meðal feðra var mjög góð fyrstu árin eftir innleiðingu á sjálfstæðum rétti þeirra. Tilhneiging virðist þó vera í þá átt að feður nýta orlof sitt á sama tíma og mæður sem styttir þann tíma sem barnið nýtur umönnunar foreldra sinna. Mæður hafa tilhneigingu til að taka alla sameiginlega mánuði og í sumum tilvikum að lengja orlof sitt enn frekar með tilheyrandi skerðingum tekna. Hugmyndir um jafnari stöðu kynjanna á vinnumarkaði ná því tæpast fram ganga, þar sem fjarvera móður er oft lengri en fjarvera föður. Afleiðingar efnahagsþrenginga virðast valda því að feður nýta sér ekki full réttindi sín. Skerðingar á hámarksgreiðslum til foreldra er ein af þeim ástæðum sem einnig draga úr nýtingu á fæðingarorlofi. Vísbendingar um að fæðingarorlof, sem er hluti af hinni íslensku leið velferðarkerfis, sé að færast átt að aukinni frjálslyndisstefnu með aukinni þátttöku stéttarfélaga.

Accepted: 
  • Jan 13, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7272


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Þróun löggjafar fæðingarorlofs og áhrif hennar á mismunandi hópa.pdf379.06 kBOpenHeildartextiPDFView/Open