is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7274

Titill: 
  • Íslensk sveitarstjórnarmál á krossgötum. Mat á fýsileika sameininga, verkefnaflutnings og öðrum möguleikum á eflingu sveitarstjórnarstigsins á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Helstu efnisþættir þessa 30 eininga lokaverkefnis í stjórnsýslufræði eru stefna og áherslur stjórnvalda í átakinu um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Höfundur mun leitast við að athuga hvort samlegðaráhrifa út frá stærð gæti meðal íslenskra sveitarfélaga, auk þess hvort staða lýðræðis sé að einhverju leiti bundin við íbúafjölda. Einnig verður lagt mat á nýjustu sameiningartillögur ráðherraskipaðs starfshóps, sem skilaði tillögum sínum á haustmánuðum 2010. Í lok verkefnisins verður fjallað um aðra möguleika við eflingu og endurskoðun sveitarstjórnarstigsins. Til að meta kosti og galla ofangreinds átaks mun höfundur beita ýmsum kenningum tengdum rekstri og kjörstærð sveitarfélaga út frá ólíkum kenningaskólum. Einnig verður beitt helstu lýðræðiskenningum út frá mati á stöðu lýðræðis eftir stærð, kenninga um umboðsvanda, dreifstýringu auk kenninga um opinber stjórntæki. Niðurstöður höfundar gefa til kynna að skynsamlegt sé að endurskoða stefnuáherslur í umræddu eflingarátaki út frá líkum á takmörkuðum ávinningi sameininga við íslenskar aðstæður. Einnig kemur í ljós að ástæða er að taka meira tillit til lýðræðislegs styrkleika smárra sveitarfélaga með hliðsjón af óljósum rekstrarlegum ávinningi. Höfundur mun þó færa rök fyrir því að skynsamlegt sé að hækka lágmarksfjölda íbúa töluvert. Fjárhagsleg staða um helmings íslenskra sveitarfélaga gefur ástæðu til að efast um réttmæti verkefnaflutnings á meðan rekstrarjafnvægis er leitað. Með hliðsjón af þessum niðurstöðum mun höfundur varpa ljósi á það hvaða aðrir möguleikar fyrir hendi eru við endurskoðun íslenska sveitarstjórnarstigsins. Möguleikarnir felast m.a. í eflingu samstarfs meðal sveitarfélaga eða með stofnsetningu millistjórnsýslustigs. Með tilliti til stofnanalegra formgerðarbreytinga telur höfundur einnig mikilvægt að rekstrar- og fjárhagslegt aðhald ríkisins með sveitarfélögum verði eflt til muna.

Samþykkt: 
  • 13.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7274


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gestur_Páll_Reynisson.pdf1.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna