is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7277

Titill: 
 • Viðhorf neytenda til einkavörumerkja
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis er að útskýra viðhorf neytenda til einkavörumerkja, ásamt því að skilja hvernig það mótast við breytingar í efnahagsumhverfinu. Af ýmsu er að taka, en bæði verður spurningum svarað um það af hverju neytendur velja að kaupa vörur sem bera einkavörumerki og hvað það er sem neytendur tengja við þær.
  Í ritgerðinni er fjallað um rannsókn sem höfundur framkvæmdi haustið 2010 með notkun snjóboltaúrtaks. Rannsóknarspurningarnar voru eftirfarandi:
  1.Hvernig hefur kauphegðun neytenda á einkavörumerkjum breyst í versnandi efnahagsumhverfi?
  2.Hver er skynjun neytenda á gæðum einkavörumerkja?
  3.Að hve miklu leyti telja neytendur einkavörumerki gegna hlutverki fullkominna staðkvæmdarvara fyrir sérmerkt vörumerki?
  Ásamt rannsókninni verður fyrri fræðigreinum gerð góð skil og fundið hvað var samhljóma úr fræði og rannsókn og hvað stangaðist á.
  Í rannsókninni sem fram fór dagana 25. til 28. október árið 2010 var spurt út í ýmsa þætti sem útskýrt geta viðhorf neytenda til einkavörumerkja. Spurt var út í ástæður fyrir kaupum einkavörumerkja, hversu mikið magn einkavörumerkja neytendur kaupa, hversu ósammála eða sammála þeir voru hinum ýmsu fullyrðingum sem settar voru fram um einkavörumerki og hvað þeir tengdu við þau.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að langflestir neytendur kaupa einkavörumerki og gera það að mestu til þess að spara peninga. Flestir hafa verið ánægðir með þær vörur sem bera einkavörumerki og hafa aukið kaup sín á þeim eftir að kaupmáttur tók að rýrna á Íslandi. Neytendur ætla almennt séð ekki að hætta að kaupa vörur sem bera einkavörumerki þó svo að kaupmáttur aukist aftur. Mjög margir neytendur virðast sjá vörur sem bera einkavörumerki sem góðan samkeppnis valmöguleika og meta gæði þeirra vara jöfn gæðum þeirra sérmerktu.
  Neytendur eru almennt séð frekar jákvæðir í garð einkavörumerkja. Flestir kaupa einkavörumerki til að spara peninga og tengja þar með ódýrar vörur saman við einkavörumerki. Stór hluti neytenda telur einkavörumerki uppfylla sömu þarfir og hin sérmerktu og finnst þeir fá meira fyrir peningana þegar þeir kaupa einkavörumerki. Athyglisvert er hve fáir telja sérmerkt vörumerki betri en einkavörumerki.

Samþykkt: 
 • 13.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7277


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf neytenda til einkavörumerkja.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna