is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7283

Titill: 
  • Markaðssetning þarfasta þjónsins á erlendri grund
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í kjölfar aukinnar vitundar um Ísland hafa tækifæri til markaðssetningar íslenska hestsins á erlendri grund aukist. Íslenski hesturinn hefur sérstöðu og í honum eru fólgin mikil verðmæti sem hægt væri að auka enn fremur með markaðslegum aðgerðum.
    Ritgerðin „Markaðssetning þarfasta þjónsins á erlendri grund“ er hugsuð sem einskonar handbók fyrir útflutningsaðila þegar markaðssetja skal íslenska hestinn erlendis. Sýnt er fram á hvernig markaðssetningarferlið er sett upp með fræðilegum hætti og til samanburðar er fjallað um hvernig útflutningsaðilar íslenska hestsins hafa staðið að sinni markaðssetningu hingað til.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að markaðssetningu íslenska hestsins erlendis er að mörgu leiti ábótavant og hægt væri að nýta tækifærin betur. Höfundur telur að hægt sé að betrumbæta stöðu íslenska hestsins sem útflutningsvöru með því að hluta betur niður markaðinn. Með því að skilgreina markhópa sem hafa mismunandi þarfir og langanir er hægt að bæta sérhæfingu útflutningsaðilanna og stuðla þannig að meiri velgengni. Þeir aðilar sem standa að vörumerkinu „Íslenski hesturinn“ eru smáir, því telur höfundur að ráðlegast væri að þeir tækju upp samstarf hvað markaðsstarf varðar og myndu þannig styrkja samkeppnisstöðu sína á erlendum markaði. Enn fremur ætti heimaland íslenska hestsins, Ísland, að vera í brennipunkti í öllum markaðslegum aðgerðum þar sem vörumerkið hefur sterka skýrskotun til landsins. Einnig er það mat höfundar að markaðssetja eigi íslenska hestinn sem gæðavöru. Mikilvægt er að greinin framkvæmi markaðs- og ímyndarrannsóknir um íslenska hestinn erlendri grund en slíkum rannsóknum er mjög ábótavant.

Samþykkt: 
  • 14.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7283


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tinna Dögg Kjartansdóttir.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna