is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7284

Titill: 
 • Umbætur á íslenska lífeyriskerfinu. Sjálfbærni og þjóðhagsleg hagkvæmni með tilliti til uppgjörsaðferða og annarra mikilvægra þátta
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessari ritgerð er ætlað að vera innlegg í þá umræðu um lífeyrissjóðina sem hefur verið áberandi undanfarið. Fyrst er farið vandlega yfir samsetningu sjóðanna og reglur sem um þá gilda en síðan sérstaklega skoðað hvernig þeir gera upp eignir sínar og skuldbindingar og 3,5% uppgjörsregla lífeyrissjóðanna skoðuð sérstaklega, m.a. í samanburði við önnur lönd. Því verður svarað hvort íslenska lífeyriskerfið sé sjálfbært og hvað sé hægt að gera til að bæta lífeyriskerfið, m.a. með tilliti til þjóðhagslegrar hagkvæmni.
  Skuldabréf eru í dag bókfærð á fastri 3,5% raunkröfu og skuldbindingar sjóðanna eru núvirtar miðað við sömu kröfu. Þeirri spurningu er svarað hvort að hentugra sé að lífeyrissjóðirnir geri eignir sínar og skuldbindingar að fullu upp á markaðsvirði og hvaða áhrif núverandi uppgjörsaðferðir hafa á lífeyriskerfið og hagkerfið. Framtíð lífeyrissjóðanna með og án 3,5% reglunnar er skoðuð, m.a. með tilliti til þess ef evran yrði tekin upp. Í dag eru lífeyrissjóðir heims margir hverjir að fikra sig í áttina að því að réttindaávinnsla og afvöxtun skuldbindinga verði miðuð við þá vexti sem bjóðast á markaði. Í Evrópu hafa margir lífeyrissjóðir fært sig yfir í markaðsávöxtun (t.d. í Hollandi þar sem lífeyriskerfið er ekki ósvipað okkar) en í Bandaríkjunum gengur það hægar.
  Í ritgerðinni er einnig fjallað um fræðilega athugun sem gerð var á stöðu lífeyrissjóðanna við mismunandi skilyrði. Niðurstaðan bendir ótvírætt til þess að íslenska lífeyriskerfið sé ekki sjálfbært í núverandi mynd.
  Vera má að 3,5% reglan hafi verið raunhæf hér á árum áður, þegar Ísland færðist úr því að vera fiskisamfélag í það að vera hátækni- og háþróað vestrænt samfélag, en þá var eðlilegt að sjá mikinn vöxt. Nú má hins vegar sjá ákveðna samleitni í þessum vexti, hann hefur þegar snarminnkað enda gæti svo mikill vöxtur aldrei haldist til langs tíma. 3,5% reglan er því úrelt. Þegar markaðsvextir eru lægri en ávöxtunarkrafa sjóðs er vísvitandi verið að vanmeta skuldbindingar sjóðsins. Mjög áríðandi er að íslenskir lífeyrissjóðir og hlutaðeigandi aðilar skoði möguleika þess að gera upp á markaðsvöxtum í stað fastra raunvaxta eins og nú er, almenningi, lífeyris- og hagkerfinu til góða.

Samþykkt: 
 • 14.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7284


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einar Beinteinn Arnason Meistararitgerd.pdf1.77 MBLokaðurHeildartextiPDF