is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7287

Titill: 
  • Lífeyrissjóðir. Skiptir stærð máli?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslenska lífeyrissjóðskerfið er ávallt mikið í umræðunni og er fjöldi starfandi sjóða ekki undanskilinn í þeirri umræðu. Að undanförnu hefur kostnaður við rekstur sjóðanna verið gagnrýndur og telja sumir að með því að fækka sjóðunum, þá muni kostnaður sjóðanna lækka. Ritgerðinni er ætlað að svara þeirri spurningu hvort allir sjóðsfélagar hagnist á sameiningu lífeyrissjóðanna. Farið er almennt í það hvernig gott lífeyriskerfi ætti að vera uppbyggt. Íslenska kerfið er síðan borið saman við sænska kerfið, en í Svíþjóð eru einungis fjórir sjóðir sem sjá um að fjármagna og greiða út stærsta hlutann af lífeyri fólks. Sagt er frá því hversvegna Svíar ákváðu að hafa þennan fjölda af sjóðum og er sú aðferð færð yfir á íslenskar aðstæður til þess að finna út hversu margir lífeyrissjóðir ættu að vera starfandi á Íslandi. Kannað var hvort ávöxtun hækki í réttu hlutfalli við stærð sjóðanna, ásamt því að athuga hvort stærðarhagkvæmni væri til staðar í íslenska lífeyriskerfinu. Jafnframt voru skoðaðir lífeyrissjóðir sem höfðu sameinast og var gerð grein fyrir ávinning hvers og eins sjóðs. Niðurstöðurnar sýna að stærð lífeyrissjóðs skiptir ekki máli þegar kemur að ávöxtun, en kostnaður sjóðanna fer almennt hlutfallslega lækkandi eftir því sem þeir eru stærri. Sameiningar lífeyrissjóða hafa skilað sjóðum mismiklum ávinningi og hafa því sjóðsfélagar hagnast á því á einn eða annan hátt. Í lokin er vert að benda á að ekki er til nein sérstök aðferð við það að sameina sjóði og því vita lífeyrissjóðir oft ekki hvernig þeir eiga að bera sig að, ef þeir hafa á annað borð áhuga á sameiningu. Í niðurstöðum eru ábendingar til þeirra sjóða sem eru í sameiningarhugleiðingum.

Samþykkt: 
  • 14.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7287


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristján Sveinlaugsson_ritgerð.pdf1,42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: other Óheimilt er að prenta ritgerðina eða afrita.