en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7289

Title: 
 • Title is in Icelandic Contango ástand á markaðinum
Submitted: 
 • January 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Contango er markaðsaðstaða sem getur birst á framvirkum mörkuðum. Contango hefur fengið almennt litla umfjöllun. Hugsanlega vegna þess að framvirkir markaðir eru ekki daglegt brauð hjá mörgum einstaklingum eða fyrirtækjum. Aðilar innan fyrirtækis er hafa þá sérstöðu að kljást við framvirka samninga þurfa að skyggnast um gagnvart hreyfingum innan markaðarins. Að þekkja til contango er ekki sjálfgefið, hugtakið getur reynst erfitt.
  Niðurstaða ritgerðarinnar er að nauðsynlegt er fyrir aðila á framvirkum mörkuðum að fræðast um contango ef þeir vilja eiga möguleika á smá tekjum, því það er framkvæmanlegt þegar contango ástand er á markaðinum, einnig til þess að vita hvernig bregðast á við þegar aðstæður markaða breytast. Til þess þurfa allir þættir að vera teknir með í dæmið. Contango líkan er hentugt tæki til að hjálpa aðilum að vera viss um að fyrirhugaðar aðgerðir séu gerðar á réttum forsendum.
  Ritgerðir um fyrirbærið contango og umhverfi þess hafa ekki verið gerðar áður, því er þetta fyrsta ritgerð sinnar tegundar. Vonandi á hún eftir að auka áhuga fólks á efninu og fleiri verkefni gerð um contango í kjölfarið. Af einhverjum ástæðum hefur contango ekki fengið mikla umfjöllun. Lítið var til um efni sem tengdist þessum málum og nálgun á efninu því erfið. Tekið var á það ráð að leita aðila sem kunnugir voru efninu og unnu slík störf þar sem contango kom fyrir.

Accepted: 
 • Jan 14, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7289


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Contango KolbrúnIrma.pdf278.81 kBOpenHeildartextiPDFView/Open