is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7300

Titill: 
  • Ríkisfjármálastefna og hagsveiflur á Íslandi. Tímabilið 1998-2009
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er ríkisfjármálastefnan eins og hún var framkvæmd á Íslandi 1998-2009 og þær hagsveiflur sem áttu sér stað á því tímabili. Þetta er gert með því að virða fyrir sér frávik tímaraða frá langtímaleitni á bilinu 1960-2009. Sérstök áhersla er lögð á árin 2003-2007, sem einkenndust af uppsveiflu. Í fyrstu er farið almennt yfir fjármálastefnu ríkisins, viðhorf til hennar og að hvaða leyti mögulegt er að beita hagkvæmustu stefnu. Í ljós kemur að ríkisfjármálastefna er almennt talin æskilegt hagstjórnartæki, við hlið peningastefnunnar, en því fer fjarri að hún sé óskeikul, ekki síst vegna takmarkaðra upplýsinga og ósamkvæmni í tíma. Því næst er tímabilinu 1960-2009 skipt í nokkur undirtímabil, sem eru útskýrð í stuttu máli og varpa nokkru ljósi á hagsögu þessara 50 ára.
    Farið er yfir þróun þjóðhagsstærða með því að skoða frávik fyrir landsframleiðslu og þætti hennar. Niðurstöðurnar benda til þess að hagsveiflur á tímabilinu 1998-2009 hafi samanstaðið af tveimur uppgangstímum og tveimur niðursveiflum. Helstu ástæðurnar fyrir seinni uppgangstímanum er aukning fjárfestingar og einkaneyslu, en viðskiptahalli vann upp á móti enn frekari aukningu landsframleiðslunnar.
    Þróun opinberra fjármála er skoðuð og út frá því eru áhrif ríkisfjármálastefnu metin. Niðurstaðan er að samneysla hafi ekki verið notuð á áhrifaríkan hátt við sveiflujöfnun, heldur hafi hún aukið á hagsveiflur. Skatttekjur og tekjutilfærslur stuðluðu að sveiflujöfnun, en það má ætla að sú jöfnun hefði orðið enn meiri hefðu skattar ekki verið hækkaðir. Heildarniðurstaðan er því sú að sértæka stefnan hafi aukið á sveifluna, en að sjálfvirka stefnan hafi mildað hana.

Samþykkt: 
  • 14.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7300


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - lokaútgáfa.pdf310.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna