is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7302

Titill: 
  • Íslenskur vinnumarkaður. Einkenni og helstu breytingar 1991-2010
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á undanförnum áratugum hefur íslenskt samfélag þróast frá því að vera einfalt bændasamfélag yfir í það að vera flókið neyslusamfélag. Hefur þróun atvinnulífs einkennst af kröfum um meiri fjölbreyttni en lengi vel hefur atvinnulíf á Íslandi einkennst af miklum ríkisumsvifum og regluveldi. Þannig þróaðist umhverfi atvinnulífsins, frá því að vera reglumótað og þvingandi yfir í frjálsræði sem ríkir enn að einhverju leyti í dag. Þegar ríkið dró úr umsvifum sínum í atvinnulífinu urðu sumar stofnanir og fyrirtæki í eigu þess einkavædd. Höfðu þær breytingar mikil áhrif á skipulag, einkenni og skilyrði á vinnumarkaði.
    Í vestrænni menningu eins og á Ísland eru sterkar hefðir fyrir vinnumenningu og viðhorfa til vinnu. Í nútímaþjóðfélagi eru kröfur um innihald vinnu og hentugt vinnufyrirkomulag svo samræmi náist milli einkalífs og vinnu meiri en áður hefur verið. Einnig getur menntun skipt máli þegar kemur að atvinnutækifærum, það er að segja hvort einstaklingur hafi þá reynslu eða hæfni sem til þarf.
    Hnattvæðingin hefur breytt skilyrðum á vinnumarkaði með opnun markaðar og afnám ýmissa hafta og þannig greitt fyrir viðskiptum landa á milli. Evrópskt samstarf hefur einnig haft veruleg áhrif á reglur á íslensku vinnumarkaði og telja sumir að réttastaða launafólks og vinnuumhverfisins hafi batnað við aðild að því.
    Lykilorð: Vinnumarkaður, vinnumenning og vinnuviðhorf, vinnufyrirkomulag, atvinnuþátttaka, atvinnuleysi, þróun atvinnuhátta og starfa, breytt skilyrði á vinnumarkaði

Samþykkt: 
  • 14.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7302


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA 14 janúar lokaritgerð.pdf438.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna