Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7306
Í ritgerð þessari verður fjallað um mikilvægi þess að virkja gerendahæfni barna innan þróunarmála þar sem þau geta á virkan hátt haft áhrif á umhverfi sitt. En lengi vel hafa börn líkt og konur verið á jaðrinum innan þróunarmála. Einnig verður farið yfir þær helstu hindranir sem verða á vegi þeirra innan þróunargeirans, þar sem viss valdatengsl eiga sér stað á milli þeirra sem stjórna þróunarverkefnunum og barnanna. Hugmyndin um valdatengsl verður því mjög miðlæg innan umfjöllunarinnar þar sem ég mun velta fyrir mér valdatengslunum á milli norðursins og suðursins, á milli fullorðinna og barna og einnig á milli frjálsra félagasamtaka og þeirra sem frjálsu félagasamtökin eru að aðstoða. Öll þessi valdatengsl hafa viss áhrif á stöðu barna innan þróunarmála þar sem ríki norðursins sköpuðu Barnasáttmálann, sem segir til um réttindi barna, en flest frjáls félagasamtök sem koma að málefnum barna starfa eftir hugmyndum Barnasáttmálans. Einnig eru viss valdatengsl sem eiga sér stað innan flestra frjálsra félagasamtaka sem koma að málefnum barna þar sem það eru fullorðnir einstaklingar sem eru við stjórnvölinn. Það má því segja að norðrið hafi mikið að segja um stöðu barna í suðrinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA- RITGERÐIN - ÞRÓUNARSAMVINNA BARNA.pdf | 300.17 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |