is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7307

Titill: 
  • Óákveðni við náms- og starfsval (The Career Indecision Profile): Þróun listans fyrir framhalds- og háskólanemendur á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Enn sem komið er hefur ekki tekist að greina alla undirliggjandi þætti í tengslum við óákveðni við náms- og starfval (career indecision). Nýlega var sett fram líkan um óákveðni við náms- og starfsval sem gerir ráð fyrir eftirfarandi fjórum þáttum: óákveðni/neikvæðar tilfinningar (indecisiveness/trait negative affect), skortur á upplýsingum (lack of information), ágreiningur og hindranir (interpersonal conflicts and barriers) og skortur á því að vera tilbúinn (lack of readiness). Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort þættirnir fjórir kæmu fram hjá 372 manna úrtaki á Íslandi. Íslensk þýðing matstækisins The Career Indecision Profile (CIP), sem byggir á líkaninu, var lögð fyrir 150 framhaldsskólanemendur og 222 háskólanema. Þáttagreining gaf til kynna að hérlendis ættu þrír þættir betur við en fjórir. Í íslensku fjögurra þátta lausninni voru aðeins tveir þættir í samræmi við bandaríska líkanið en þrír í þriggja þátta lausn. Hvorug lausnin gaf til kynna þátt sem snéri að ágreiningi og hindrunum eins og líkanið gerir ráð fyrir. Íslensku niðurstöðurnar hafa þýðingu, innan lands sem utan, fyrir frekari þróun tækis sem hægt væri að nota til að meta óákveðni við náms- og starfsval og hönnun inngripa sem byggt gætu á nákvæmu mati á vanda ráðþega.

Samþykkt: 
  • 14.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7307


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Ósk Ómarsdóttir.pdf440.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna