is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7309

Titill: 
  • „Við erum 50% löggur, 50% sérsveitarmenn.“ Viðhorf og gildi íslenskra sérsveitarmanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um íslenska sérsveitarmenn og þau gildi og viðhorf sem þeir hafa sem slíkir. Við öflun gagnanna hafði ég nokkrar spurningar að leiðarljósi til þess að skoða hvort að íslenskir sérsveitarmenn hefðu einhverja sameiginlega þætti sem hugsanlega gætu sameinað þá og hjálpar þeim við að skilgreina sig sem hluta af hópi. Leitast við að skilja þann félagslega veruleika sem íslenskir sérsveitarmenn hrærast í en áhugi minn fólst fyrst og fremst í því að skyggnast inn í íslenska löggumenningu og athuga hvort að líkindi væru með henni og bandarískri og breskri löggumenningu. Þannig vildi ég skoða hvernig veruleiki íslenskra lögrelgumanna hefði áhrif á gildi þeirra og viðhorf og hvort að þau líktust á einhvern hátt gildum og viðhorfum bandarískra og breskra starfsbræðra þeirra. Um er að ræða eigindlega rannsókn sem unnin var frá hausti 2010 til vors 2011 en niðurstöðurnar byggja á hálfstöðluðum viðtölum við fjóra Sérsveitarmenn sem unnið höfðu sem slíkir í 10 til 18 ár. Í ljósi niðurstaðnanna má segja að sú mikla samstaða sem þekkist meðal lögreglumanna erlendis og hin félagslega einangrun sem oft og tíðum reynist vera fylgifiskur stéttarinnar, fóru sem rauður þráður um niðurstöðurnar. Virðist sem ekkert bendi til annars en að íslenskir sérsveitarmenn hafi þróað með sér ýmis gildi og viðhorf sem líkjast mikið erlendri löggumenningu þó svo að ólíkar samfélagsgerðir þjóða hafi einnig töluverð mótandi áhrif.

Samþykkt: 
  • 14.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7309


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Víkingasveitin.pdf376.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna