en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7310

Title: 
  • Title is in Icelandic Innsýn í heim húðflúra: samspil líkama, sjálfsmyndar og menningar
Submitted: 
  • January 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Að húðflúra mannslíkamann er ekki nýtt fyrirbæri heldur hefur það tíðkast í margar aldir. Á Vesturlöndum hafa húðflúr lengi verið talin bera neikvæða merkingu eða vera tákn hins frumstæða, tengt við sjómenn og glæpamenn eða jafnvel ættbálka og frumbyggja út í hinum stóra heimi. Húðflúr hafa átt það til að tákngera þriðja heiminn og vera merki um framandleika og heima sem ekki lengur eru til. Í dag hafa tímarnir breyst og mennirnir með og hafa sívaxandi vinsældir húðflúra aukist síðustu ár. Húðflúr eru nú algengur og viðurkenndur hluti af hinum vestræna heimi þó svo að fullgild samfélagsleg viðurkenning sé ekki enn til staðar. Ástæður fólks til að fá sér húðflúr og hvaða stíl það velur sér er breytilegt frá einstaklingi til einstaklings og milli samfélaga. Mikilvægi og gildi húðflúra er einnig breytilegt og mismunandi eftir því hvaða menningarheimi þau tilheyra. Jafnframt geta þau haft margskonar birtingarmyndir og táknað allt á milli himins og jarðar eða jafnvel ekki neitt. Sem dæmi geta þau verið tákngerving fyrir sjálfið, túlkun sjálfsvitundar, tákn um mótspyrnu, eða einfaldlega til þess að skreyta líkamann, möguleikarnir eru endalausir. Birtingarmyndin er mikilvægasti partur húðflúra þar sem þau eru mjög sýnileg og myndræn. Í dag hefur áhugi fólks á húðflúrum aukist til muna og er líklegt að þær vinsældir muni halda áfram á komandi árum.
    Hér á eftir verða húðflúr til umfjöllunar. Þau verða skoðuð út frá ákveðnum þáttum sem og mannfræðilegu sjónarmiði. Aðaláherslan verður lögð á það að skoða hvert hlutverk húðflúra er til að miðla tengslum líkamans við samfélagið og hið innra sjálf ásamt því að skilgreina þennan ákveðna menningarheim og varpa ljósi á hvernig birtingarmyndir, fordómar og tíska eiga í hlut þegar kemur að húðflúrum.

Accepted: 
  • Jan 14, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7310


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA_Anna.pdf1.11 MBLockedHeildartextiPDF