Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7313
Í þessari rannsókn var viðhorf 205 háskólanema á Íslandi til aukaverkana skammvinnrar og langvinnrar neyslu kannabiss athugað hjá þeim sem reykja kannabis, þeim sem hafa áður reykt kannabis en reykja ekki lengur og þeim sem aldrei hafa reykt. Niðurstöður sýndu að þeir sem reykja kannabis telja ólíklegra að aukaverkanir kannabiss eigi sér stað. Enginn munur var á þeim hættu að reykja og þeim sem aldrei höfðu prófað og því niðurstöður í samræmi við kenninguna um hugrænt misræmi. Rannsóknin var endurgerð af svipaðri rannsókn sem gerð var á áströlskum háskólanemum en þar mátu þeir sem reyktu kannabis einnig líklegast að aukaverkanir ættu sér stað. Hins vegar var mat þeirra sem höfðu áður reykt og hætt hærra en mat þeirra sem aldrei höfðu reykt. Munurinn á niðurstöðunum er hugsanlega vegna þess að í Ástralíu er neysla kannabiss mun algengara en á Íslandi og gætu þeir sem hætta að reykja þurft að réttlæta þá ákvörðun að hætta að reykja.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð.pdf | 328.86 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |