Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7316
Verkin tvö sem eru til umfjöllunar í þessari ritgerð eru annars vegar Milljón holur (Holes á frummálinu) eftir bandaríska höfundinn Louis Sachar í þýðingu Sigfríðar Björnsdóttur og Ragnheiðar Erlu Rósarsdóttur. Hins vegar er það Fet fyrir fet (Small Steps á frummálinu) eftir sama höfund í þýðingu ritgerðarhöfundar.
Hér skal skoðað hvernig þessi tvö verk tengjast og hvernig fyrri þýðingin á Milljón holum hefur áhrif á seinni þýðinguna á Fet fyrir fet. Þá kom það eðlilega til að rýna í þýðinguna á Milljón holum og gera úttekt á henni. Við þýðingarýnina var notast við kerfi þýðingafræðingsins Katharinu Reiss.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð - lokaútgáfa.pdf | 867.33 kB | Lokaður | Heildartexti |