is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7319

Titill: 
  • Aðgát skal höfð. Fréttamennska við hörmungaraðstæður
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er fræðilegur hluti meistaraverkefnis í blaða- og fréttamennsku við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fjallað um störf fréttamanna á hörmungarsvæðum. Í fræðilega hlutanum er farið yfir hlutverk fjölmiðla og vísað til fyrri rannsókna um fréttamennsku við hörmungaraðstæður. Skoðað er hvort og þá hvernig hægt er að undirbúa og þjálfa fréttamenn fyrir slík störf, hvort skilningur ríkir á störfum þeirra í samfélaginu og hvaða áhrif það hefur á fréttamenn að starfa við slíkar aðstæður. Í rannsóknarhlutanum er rætt við fimm fréttamenn sem störfuðu í Súðavík og á Flateyri eftir snjóflóðin sem féllu þar árið 1995. Einnig er talað við þrjá heimamenn, tvo frá Súðavík og einn frá Flateyri. Markmiðið er að varpa ljósi á hvernig fréttamenn sem þurfa að segja frá hörmulegum atburðum í litlu samfélagi upplifa starfið. Einnig koma fram sjónarmið heimamanna.
    Í rannsókninni kemur fram að lítil sem engin umræða er á Íslandi um hvaða áhrif geta fylgt því að starfa sem fréttamaður þegar hörmungar dynja yfir. Fréttamenn telja ekki hægt að búa sig undir störf við slíkar aðstæður, reynslan kenni mest, en þjálfun gæti verið af hinu góða. Nálægðin og smæð samfélagsins hafði áhrif á fréttaflutning í kjölfar þessara atburða. Heimamenn telja að þeir hafi reynt að vanda til verka, en að margt hefði mátt betur fara í fréttaflutningi. Þeir telja að gott væri að þjálfa fréttamenn í mannlegum samskiptum við fólk í miklu áfalli eða sorg.
    Verkefnið er tvískipt og er verklegi hlutinn útvarpsþáttur. Þar er flettað saman viðtölum við fimm fréttamenn og tvo heimamenn um þessar náttúruhamfarir og fjölmiðlaumfjöllun um þá.

Samþykkt: 
  • 17.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7319


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigríður Guðfinna Ásgeirsdóttir.pdf507.95 kBLokaðurHeildartextiPDF