is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7320

Titill: 
 • Er líklegt að samráð muni eiga sér stað á íslenskum vátryggingamarkaði í framtíðinni?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis er að skera úr um hvort líklegt sé að upp komi samráðsstaða á íslenskum tryggingamarkaði. Til þess er stuðst við fræðilega hagfræði, hagfræðirannsóknir, og lagareynslu Evrópusambandsins og Bandaríkja Norður Ameríku, og borið kennsl á hvaða skilyrði hvetja- eða letja til samráðs. Þegar allt fernt er borið saman komumst við að því að þau skilyrði sem máli skipta eru:
  • Markaðssamþjöppun
  • Gegnsæi markaðar
  • Aðgangshindranir
  • Einsleitni vara/fyrirtækja
  • Stoðvenjur og kerfistengingar
  • Endurtekið samband
  • Stöðugleiki
  • Kaupendavald
  • Samband á mörgum mörkuðum
  • Fyrri hegðun á markaði eða mjög svipuðum markaði
  Svo er framkvæmd ýtarleg rannsókn á íslenska tryggingamarkaðnum og komist að þeirri niðurstöðu að flestallir þessir eiginleikar eru, mjög hagstæðir til samráðs. Markaðurinn er mjög þjappaður og hefur þjappast meira undanfarin 2 ár. Færð eru rök fyrir því að markaðurinn sé gegnsær gagnvart seljendum en ógegnsær gagnvart neytendum, umtalsverðar aðgangshindranir eru til staðar, vörur eru einsleitar, og fyrirtæki eru einsleit, en þó minna einsleit eftir hrunið 2008 þarsem nú er eitt fyrirtæki með mikið stærri markaðshlut en öll hin. Ýmsar stoðvenjur og kerfistengingar, sem auðvelda samráð, eru á markaðnum. Hvort “endurtekið samband” sé á markaðnum er deiluatriði, verð eru aðeins endurskoðuð á u.þ.b. Þriggja ára fresti en aftur á móti hljóta fyrirtækin að sjá fyrir sér samkeppni langt fram í tímann, og hafa langa reynslu af hvert öðru. Markaðurinn er gríðarlega stöðugur, og fram til 2008 voru markaðshlutar fyrirtækjanna næstan óbreyttir í 10 ár. Ekkert kaupendavald er á markaðnum þarsem kaupendur eru margir og dreifðir. Fyrirtækin hafa samband á mörgum mörkuðum og skoðun á fyrri hegðun á markaðnum leiðir í ljós umtalsverða samráðshegðun í fortíðinni. Ómögulegt er að sjá fyrir mðe vissu hvenær samráð mun koma upp, en vegna þess að aðstæður eru svo tilvaldar fyrir samráð, og við höfum séð það gerast áður, þá er samráð mjög líklegt í framtíðinni.

Samþykkt: 
 • 17.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7320


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
rognvaldur gudmundsson fakeppni a tryggingamarkadi.pdf719.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna