en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7324

Title: 
  • Title is in Icelandic Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Fornleifaskráning hefur fram að þessu einkennst af stöðluðum aðferðum, skráningu „stakra“ fornleifa og skorti á bæði tíma og fjármunum. Á síðustu misserum hefur orðið menningarlandslag, eða búsetulandslag, verið að ryðja sér til rúms í umræðunni og er því ekki úr vegi að velta upp þeirri spurningu hvort ekki sé rétt að skrá menningarlandslag í fornleifaskráningu fremur en aðeins „stakar“ fornleifar. Ein möguleg leið til þess að skrá menningarlandslag væri að beita fyrirbærafræði í fornleifaskráningu. Fyrirbærafræði er kennileg nálgun sem ættuð er úr heimspeki en hefur, sérstaklega á síðustu áratugum, verið innleidd í fleiri fræðigreinar, þ.á.m. fornleifafræði. Ekki hefur farið mikið fyrir nálguninni í fornleifafræði á Íslandi hingað til en henni hefur þó brugðið fyrir. Nokkrir erlendir fornleifafræðingar, s.s. Christopher Tilley, Julian Thomas og Sue Hamilton, hafa nýtt sér hana í rannsóknum sínum og er hægt að sækja ýmis atriði og aðferðir í smiðju þeirra. Til þess að mögulegt sé að nota fyrirbærafræði í fornleifaskráningu hér á landi verður þó að gæta þess að breyta aðferðafræði fornleifaskráningarinnar ekki um of, allavega fyrst um sinn. Æskilegt væri að innleiða í fornleifaskráningu þætti sem falla undir svokallaða milda fyrirbærafræði, þar sem fyrirbærafræðin er löguð að fornleifaskráningunni, frekar en harða, þar sem fornleifaskráningin er löguð að fyrirbærafræðinni. Meðal þeirra þátta sem hægt er að innleiða er t.d. að auka textalýsingar og leggja meiri áherslu á skynfærin fimm; sjón, heyrn, lykt, snertiskyn og bragð, í stað þess að leggja nær eingöngu áherslu á sjón, t.a.m. með mikilli áherslu á myndir, teikningar og kort. Með einföldum áherslubreytingum sem þessum færist fornleifaskráningin frá þeirri raunvísindalegu nálgun sem hún hefur að miklu leyti verið föst í, í átt að hugvísindagreininni sem hún er. Með þessu er hægt að nálgast skráningu menningarlandslags á einfaldan en áhrifaríkan hátt án þess að hrófla um of við grunnaðferðafræði fornleifaskráningar.

Accepted: 
  • Jan 18, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7324


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA ritgerð loka.pdf492.16 kBOpenHeildartextiPDFView/Open