is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7325

Titill: 
  • Fagurfræðileg tilvist. Myndlist Helga Þorgils Friðjónssonar í ljósi kenninga Schillers um fegurð og list
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um listamanninn Helga Þorgils Friðjónsson (1953) og hvernig fagurfræðileg tilvist birtist í verkum hans í ljósi hugmynda þýska skáldsins og heimspekingsins Friedrichs Schillers. Sú hugmyndafræðilega nálgun sem liggur að baki verkum hans er skoðuð, og hvernig list hans þróast í átt til persónulegs myndmáls og stíls þar sem tilvera mannsins og samband hans við náttúruna er meginviðfangsefnið. Á námsárum Helga Þorgils á áttunda áratug síðustu aldar var konseptlistin í algleymingi og greina má áhrif hennar í verkum hans enda þótt þau flokkist ekki undir konseptlist. Fígúratíft myndmálið í verkum listamannsins er samsett úr táknum til framsetningar hugmyndanna líkt og bókstafir og texti. Frásagnarþátt verkanna má rekja til íslenskrar ljóða- og sagnahefðar sem tengir þau við ljóðræna konseptlist. Konseptlistin hafnaði tilfinningalegum og fagurfræðilegum þáttum listaverksins og formræn list eins og málverk átti ekki uppá pallborðið. Helgi Þorgils hélt sig þó alltaf við málverk enda þótt meira hafi borið á teikningum hans og grafík í fyrstu. Því má segja að nýja málverkið hafi komið sem rökrétt framhald í listsköpun hans á níunda áratugnum enda er hann einn af fyrstu fulltrúum þess á Íslandi. Nýja málverkið boðaði endurkomu málverksins og fígúratífrar myndlistar þar sem tilfinningarík tjáning í anda expressíonisma var endurvakin. Segja má að Helgi Þorgils hafi þannig brúað bilið milli konseptlistar og nýja málverksins á fyrstu árum ferils síns. List Helga Þorgils hefur þróast á löngu tímabili og áhersla á fagurfræðilega þætti listaverksins bæði í framsetningu og myndmáli hefur orðið æ ríkari þáttur í listsköpun hans. Hann hefur skapað sér sérstöðu þar sem fagurfræðilegur veruleiki hefur orðið til í leit listamannsins að hinni sönnu fegurð sem hafin er yfir jarðbundinn veruleika. Friedrich Schiller (1759-1805) fjallar í riti sínu Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins um fegurð og list. Hann taldi það æðsta hlutverk listarinnar að tjá mennskuna á sem fullkomnastan hátt og miðla hugmyndum um mannlegt ástand og frelsi. Schiller upphóf fegurðina og birtingarmyndir hennar og lagði áherslu á leikgleði og ímyndunarafl í listinni. Helgi Þorgils leitar fegurðarinnar og gefur leikgleðinni og ímyndunaraflinu lausan taum í listsköpun sinni, sem kallar á fagurfræðilega upplifun áhorfandans.

Samþykkt: 
  • 18.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7325


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Loka.pdf970.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna