Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7326
Frá því fyrstu lögregluþjónarnir tóku til starfa á Íslandi árið 1803 og fram á 20. öld var löggæsla í landinu að mestu undir bæjar- og sveitarstjórnirnar komin. Á 19. öld hófst mikið umbrotaskeið í landinu með auknum flutningum í þéttbýli, vaxandi bæjum og verkalýðsstétt. Stéttaátök settu æ meira mark á þjóðlífið og hið unga íslenska ríkisvald var í mótun. Meðal þess sem deilt var um var skipulag lögreglumála og tengsl lögreglunnar við ríkisvaldið, verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og hlutleysi ríkisvaldsins. Árið 1925 var lagt fram frumvarp um varalögreglu á Alþingi sem aldrei var samþykkt en átta árum síðar, í kjölfar Gúttóslagsins alræmda, var í fyrsta sinn stofnuð ríkislögregla á Íslandi og lagaheimild gefin fyrir varalögreglu. Hún hafði þá raunar verið starfandi í Reykjavík um nokkurra mánaða skeið. Ritgerðin rekur framkvæmd og hugmyndafræði lögreglumála á Íslandi frá hinu svokallaða hvíta stríði 1921 og fram á miðjan 4. áratuginn, en þá hóf skipulag lögreglunnar að taka mið af hinni yfirvofandi heimsstyrjöld. Farið er yfir ólíka afstöðu stjórnmálaflokkanna til tengsla lögreglunnar við ríkisvaldið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Tengsl lögreglu og ríkisvalds á Íslandi.pdf | 423.43 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |