Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7328
Ferðaþjónusta á jaðarsvæðum er lykilþáttur í því að skapa sterkan efnahag og atvinnugrundvöll fyrir svæðin. Jaðarsvæði eru skilgreind út frá tveimur þáttum, annars vegar út frá huglægu mati einstaklingsins og hinsvegar út frá landfræðilegri legu þess. Undanfarin ár hafa orðið miklar breytingar á eftirspurn ferðamanna til áfangastaða og er sífelld aukning á eftirspurn eftir óspilltum svæðum, jaðarsvæðum og sveitahéruðum á ferðalögum. Siglufjörður er jaðarsvæði vegna staðsetningar sinnar sem norðlægasti kaupstaðurinn á landinu, veðurfars og samganga. Markmið rannsóknarinnar var að greina gildi ferðaþjónustunnar fyrir samfélag og byggð Siglufjarðar. Viðtöl voru tekin við sex aðila frá Fjallabyggð sem þekktu til staðarhátta og ferðaþjónustu á Siglufirði.
Niðurstaða rannsóknarinnar gaf til kynna að gildi ferðaþjónustunnar fyrir samfélag og byggð Siglufjarðar er mjög mikið. Ferðaþjónustan eykur sjálfsmynd bæjarbúa og auðgar bæjarlíf samfélagsins yfir sumartímann. Ferðaþjónustan skapar atvinnu, færir samfélaginu hagnað og byggir upp aukið þjónustustig í bænum sem heimamenn geta nýtt sér.
Tourism in peripheral areas is a key component in creating a strong economy and a foundation for employment for the region. Peripheral regions are defined by two factors; one based on subjective opinion and the other by its geographical location. Recently there has been a change in the tourism demand of destinations and an increasing demand for unspoiled-, peripheral- and rural areas. Siglufjörður is defined as peripheral area due to its location as the northern most town in Iceland, weather and transportation. The main purpose of this research is to analyze the value of tourism for the society of Siglufjörður. Interviews were conducted with six participants who are residents in Fjallabyggð and have knowledge of the community and tourism development in Siglufjörður.
The conclusion of the research indicated that the value of tourism for the society in Siglufjörður is very high. Tourism increases the identity of the inhabitants and enriches the cultural life of the community. Tourism creates employment, brings profit and builds a greater level of service in the town that the locals can utilize.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS Ritgerd Alexandra Thorisdottir.pdf | 614.91 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |