Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/732
Í þessu lokaverkefni er leitað svara við því hver staða „sölutímarita“ sé á íslenskum
fjölmiðlamarkaði. þar er átt við þau tímarit sem gefin eru út á almennum markaði af
fyrirtækjum með arðsemiskröfu að leiðarljósi, þ.e. með því að selja í þeim auglýsingar
og/eða selja þau lesendum. Í ritgerðinni er litið yfir sögu útgáfustarfseminnar frá
upphafi til vorra daga. Einnig er farið yfir fjölmiðlakannanir sem sýna þróun útgáfu
tímarita gagnvart öðrum miðlum á markaðinum síðustu tvo áratugina. þá er
rekstrarumhverfi tímarita kannað með viðtölum við nokkra aðila sem komið hafa að
tímaritaútgáfu á Íslandi. Stóraukið framboð á annars konar fjölmiðlun á Íslandi frá því
að fyrsta tímaritið kom út hefur knúið tímarit til aukinnar sérhæfingar. Í stað þess að
byggja á almennum efnistökum og löngu ritmáli, beinast þau nú til dags að
áhugasviðum tiltekinna hópa með beinum hætti með áherslu á myndbirtingar. Rætt
var við fimm einstaklinga með reynslu af útgáfu tímarita og töldu þeir smæð
markaðarins á Íslandi, samkeppni annarra miðla, háan framleiðslukostnað og óstöðuga
tekjustofna vera þá helstu þætti sem geri rekstrarumhverfi tímarita erfitt. Auk þess
virðist lestur tímarita hafa minnkað verulega síðustu tvo áratugina. Þrátt fyrir það
virðist eftirspurn fyrir því formi og efni sem tímarit hafa upp á að bjóða vera næg, þótt
smæð markaðarins geri það að verkum að takmarkað magn af sambærilegu efni beri
sig hverju sinni. Í ljósi þess helst útgáfa tímarita óbreytt svo lengi sem eftirspurn er
fyrir hendi og tekjur af útgáfu þeirra eru meiri en kostnaður. Þó verður að huga að því
hvað gerist fyrir starfsemina þegar til lengri tíma er litiþ, meþ hliþsjón af aukinni
netnotkun yngra fólks og minnkandi lestri.