is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7331

Titill: 
  • Inntak kristins hjónabands. Leit að guðfræðilegum grundvelli hjónabandsins sem umfaðmar alla óháð kyni og kynhneigð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Nú þegar Alþingi hefur samþykkt ein hjúskaparlög og kirkjuþing 2010 hefur formlega samþykkt breytingu á orðalagi innri málefna kirkjunnar sem snúa að hjúskap til samræmis við orðalag lagana um ein hjúskaparlög, með vísan í hina miklu og vönduðu guðfræðiumræðu, sem hefur átt sér stað um hjónabandið í samfélaginu, spyr ég þessarar rannsóknarspurningar: Hvað er það helst sem hefur hamlað því í guðfræðilegri umræðu um hjónabandið á Íslandi á síðastliðnum 10 árum, að einstaklingar af sama kyni geti skoðast sem hjón af hálfu kirkjunnar?. Hvaða hugmyndir eru það jafnframt í fræðilegri umræðu samtímans, sem umfaðma einstaklinga óháð kyni og kynhneigð og við getum nýtt inn í guðfræðilegan hjónabandsskilning á 21. Öldinni?.
    Til að svara rannsóknarspurningu minni, hef ég sett fram fjögur megin markmið, sem eru undirliggjandi í hverjum kafla. Í fyrsta lagi er markmið mitt að greina orðræðu um hjónabandið á Íslandi með áherslu á hvaða rök eru notuð til að vernda hjónabandið sem stofnun karls og konu. Til að greina þá orðræðu er Hirðisbréf hr. Karls Sigurbjörnssonar biskups mikilvæg heimild, ásamt því að ég nýti mér ýmis netskrif til að öðlast góða innsýn í umræðuna um hjónabandið á síðastliðnum 10 árum. Umræðan um hjónabandið hefur að miklu leyti farið fram í netumræðu og er þar að finna hafsjó af góðum heimildum sem ég vinn með, en um er að ræða pistla, prédikanir, blaðagreinar, greinagerð 90-menninganna, heimasíðu kirkjunnar á netinu og umsagnir við frumvarpið um ein hjúskaparlög. Ég geri mér grein fyrir að sökum fjölda greina og pistla sem skrifaðir hafa verið, getur slík rannsókn aldrei verið tæmandi og hef því kosið að velja úr það sem mér hefur þótt almennt vera lýsandi fyrir umræðuna hjá lærðum og leikum. Í öðru lagi mun ég greina hvaða guðfræðilegu hefðir eru á bakvið samtíma guðfræðilega orðræðu um hjónabandið. Hér nýti ég mér bók John Witte, Jr. From Sacrament to Contract. Marriage, Religion and Law. Bók hans er afar merkileg heimild og í henni hefur höfundur greint sögulega hjónabandslíkön fimm stóru kristnu kirkjudeildanna í dag. Ég tel að með því að vinna með greiningu Witte fái ég tæki í hendur til að rannsaka hvaða hefðir eru ríkjandi þegar kemur að ákveðinni framsetningu á nútíma orðræðu um hjónabandið og þannig geti ég staðsett íslenska orðræðu um hjónabandið betur í kirkjulega hefð og um leið greint hvaða hugtök og hugmyndir það eru sem eru helstu áhrifavaldar þegar kemur að því að vernda hjónabandið sem útilokandi stofnun karls og konu. Ég nýti mér þó skrif hans eingöngu í samhengi kaþólsku, lútersku og anglíkönsku hefðarinnar til að gæta að samhengi í rannsókn minni. Í þriðja lagi er það markmið mitt að rannsaka tvö lykilhugtök í guðfræðilegri orðræðu um hjónabandið sem ég tel mig hafa fundið í köflum eitt og tvö, en það eru hugtökin gagnkvæmni og fólksfjölgunarhyggja.
    Lokamarkmiðið mitt er síðan að finna inntak hjónabandsins sem endurspeglar einn veruleika og umfaðmar alla, óháð kyni og kynhneigð. Hér hef ég valið að rannsaka sérstaklega skrif kaþólska siðfræðingsins Christine E. Gudorf og anglíkanska guðfræðingsins Adrian Thatcher. Þau tvö eru dæmi um samtíma fræðimenn, sem eru að skrifa um kristið hjónaband eða náin sambönd með það að markmiði að finna grundvöll sem hægt er að byggja á til framtíðar þegar kemur að hjónabandssiðfræði og umfjöllun um náin tengsl innan kirkjunnar. Þessir fræðimenn henta mjög vel síðari markmiðunum tveinur þar sem þau fjalla talsvert um fólksfjölgunarhyggjuna og gagnkvæmnina. Að auki eru þau karl og kona og endurspegla þannig ólík sjónarmið kynjanna. Í lok verkefnisins er svarað þeirri rannsóknarspurningu sem lögð er fram í upphafi.

Samþykkt: 
  • 19.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7331


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaritgerðA4.pdf453.11 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Forsíða+merki.pdf108.55 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna