is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7332

Titill: 
  • Íþróttaviðburðir og ferðamennska í Vestmannaeyjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um íþróttatengda ferðamennsku með sérstakri áherslu á íþróttaviðburði í Vestmannaeyjum. Íþróttaferðamennska er ekki nýtt fyrirbæri en er þó grein sem talið er að muni fara ört vaxandi á næstu árum. Ferðamennska sem tengist íþróttaviðburðum er stór hluti af íþróttaferðamennsku um allan heim og eru efnahagsleg áhrif þeirra efni rannsókna hjá mörgum fræðimönnum.
    Í Vestmannaeyjum eru haldnir ýmsir íþróttaviðburðir ár hvert og er ferðamennska vegna þeirra töluverð. Þeir íþróttaviðburðir sem eru mest áberandi eru íþróttamót fyrir börn í fótbolta og golfmót. Nokkur samvinna er til staðar milli skipuleggjenda íþróttamóta og ferðaþjónustuaðila, en gæti þó verið meiri. Einnig er Vestmannaeyjabær í samstarfi við ÍBV íþróttafélag, sem skipuleggur stærstu íþróttamótin í Eyjum. Íþróttaviðburðir eiga sinn þátt í markaðssetningu Vestmannaeyja sem áfangastaðar og eiga fjölmiðlar þar einnig hlut að máli með því að auglýsa viðburðina. Íþróttamótin hafa góð áhrif á ferðaþjónustu og þjónustugeira Vestmannaeyja og binda margir vonir við að tilkoma Landeyjahafnar, nýju hafnarinnar sem Herjólfur siglir nú til, geti aukið íþróttatengda ferðamennsku í Vestmannaeyjum.

Samþykkt: 
  • 19.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7332


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS.pdf.pdf478.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna