is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7333

Titill: 
 • Aðstaða --> aksjón, ekki aksjón --> aðstaða. Gullströndin andar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er fjallað um aðdraganda „nýja málverksins“ á níunda áratugnum og þann flokk er það var sett í, í kjölfar stórvægilegra breytinga innan listheimsins. Listamennirnir, sem flestir voru ungir að árum og að taka sín fyrstu skref í greininni, notuðu nýja málverkið sem miðil til þess að koma róttækum sjónarmiðum sínum á framfæri, varðandi hlutverk þeirra innan menningarlegs samfélags og listasenunnar. Íslenskur sem og erlendur listheimur hafði snúist um hugmyndalistina um árabil, en margir af þeim listamönnum snéru sér að málverkinu á ný og deildu jafnvel á hugmyndalistina og heimspekilegt ok hennar. Hér á landi svöruðu yfirvöld listheims landsins kalli ungs fólks um að koma til móts við þau með sýningarhaldi á verkum þeirra. Úr varð að ákveðin dómnefnd valdi verk eftir fjölda listamanna er síðan var boðið að taka þátt í sýningunni Ungir myndlistarmenn á Kjarvalsstöðum árið 1983.
  Stór hluti þeirra listamanna er starfaði hér á landi á umræddum tíma töldu gengið framhjá því frjálsræði er hafði skapast í kjölfar breyttra tíma, með því að bjóða útvalda listamenn að taka þátt í sýningu er átti að gefa greinagóða yfirsýn á störf ungra íslenskra listamanna. Þeir sömu og töldu að skorið hefði verið á frelsi í listrænni tjáningu, brugðu á það ráð að setja á fót listahátíð, þar sem myndlistar- og tónlistarfólk, leikarar og ljóðskáld léku listir og héldu sýningu á verkum sínum. Nýja málverkið var í brennidepli á hátíðinni er fékk titilinn Gullströndin andar og var haldin í JL- og Jötunshúsinu við Hringbraut í Reykjavík á sama tíma og Ungir myndlistarmenn var opin á Kjarvalsstöðum.
  Jafn skjótt og nýja málverkið reið yfir vestrænan myndlistarheim dvínuðu áhrif þess hér á landi fljótlega eftir að listahátíðin var yfirstaðin. Myndlistarmennirnir lögðu margir hverjir land undir fót í leit á vit ævintýra í Evrópu og Bandaríkjunum. Þó má ætla að áhrifin hafi blandast þroska listamannanna er tóku til við að munda nýja miðla jöfnum höndum og pensilinn, svo að konseptlistin og nýja málverkið hafa verið liður í mótunarárum starfandi kynslóðar listamanna 21. aldarinnar.
  Því verður leitast við að svara spurningunni: Hvernig fór fyrir þróun málverksins hjá ungu íslensku listafólki í kjölfar nýja málverksins, eftir allt það erfiði er þau höfðu lagt á sig, til þess að sýna fram á hvers þau væru megnug? Hafði listaverkasýning hátíðarinnar, Gullströndin andar einhver mótandi árhrif á listamenn hátíðarinnar?

Samþykkt: 
 • 19.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7333


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba_heildartexti.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna