is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7335

Titill: 
  • Ferðamennska & flugfælni. Áhrif og upplifun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Að ferðast milli staða með flugi færist sífellt í aukana. Því getur fylgt vanlíðan og óöryggi fyrir þá sem eru flugfælnir. Fælni er hægt að skipta í tvennt, þ.e. þeir sem ferðast en eru fælnir og þeir sem eru fælnir og ferðast ekki.
    Rannsókn þessi byggir á eigindlegri aðferðafræði þar sem opin viðtöl voru notuð. Rætt var við fimm einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að vera haldnir flugfælni en þó á misjöfnu stigi. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvaða áhrif flugfælni hefur á ferðalög fólks og hvernig hún lýsir sér. Hvað það er sem hefur áhrif á að fólk verður flugfælið, hvernig er upplifunin og hver eru helstu meðferðarúrræðin. Lítið hefur verið skrifað um flugfælni hér á landi og mjög fáar rannsóknir eru til á flugfælni íslendinga.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að helsti áhrifavaldur flugfælni sé að vera ekki við stjórnvölinn, ókyrrð í flugi og innilokunarkennd. Upptök flugfælninnar eru misjöfn, þar skipta helst máli barneignir, slæm upplifun af flugi, sterkt ímyndunarafl og lífshræðsla. Að lokum sýnir rannsóknin fram á það að flugfælni getur haft hindrandi áhrif á ferðalög fólks.

Samþykkt: 
  • 19.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7335


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur BS-pdf.pdf536.07 kBLokaðurHeildartextiPDF