is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7343

Titill: 
 • Þéttleiki og fjölbreytileiki sveppróta í misgömlum birki og lerkiskógum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þéttleiki og fjölbreytileiki útrænnar svepprótar var rannsakaður í misgömlum birkiskógum (Betula pubescens) og lerkiskógum (Larix sibirica) á Fljótsdalshéraði, auk þess sem skóglaust mólendi var haft með til samanburðar. Leitað var svara við eftirfarandi spurningum: a) Er svepprótarsmit til staðar í skóglausu landi á
  Fljótsdalshéraði? b) Myndast svepprót á birkiplöntum ef þær eru gróðursettar í lerkiskóg? Myndast svepprót á lerkiplöntur ef þær eru gróðursettar í birkiskóg? c) Er hægt að nota örvistir til þess að rannsaka svepprótavirkni úti í skógi? d) Er meiri þéttleiki og fjölbreytileiki svepprótar á innlendri trjátegund (birki) sem hefur vaxið lengi hér á landi heldur en á erlendri trjátegund (lerki) sem er tiltölulega ný hérlendis? e) Breytist þéttleiki svepprótar með aldri skógar og ef svo er, er hægt að skýra það einhverjum umhverfisþáttum? Til að svara þessum spurningum voru ungar lerki og birkiplöntur ræktaðar í örvistum í jarðvegi úr fjórum misgömlum lerkiteigum (13, 21, 40 og 53 ára),
  tveimur misgömlum birkiteigum (21 og 100 ára) og mólendi. Plöntur í örvistunum voru vaktaðar og svepprót sem myndaðist á þeim kortlögð á hálfsmánaðar fresti yfir sex mánaða tímabil. Einnig voru rótarsýni tekin úr lerkiteigunum fjórum, svepprætur greindar
  og taldar. Síðan voru niðurstöðurnar bornar saman við niðurstöður örvistanna. Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar voru að: a) marktækt færri svepprótargerðir og minni þéttleiki sveppróta var hjá bæði birki og lerki sem gróðursett var í jarðveg frá skóglausum svæðum en ef plönturnar voru gróðursettar í skógarjarðveg. b) Álíka mikil svepprót myndaðist og fjölbreytileiki svepprótar var jafn mikill á báðum trjátegundunum, þegar þær voru gróðursettar í jarðveg úr sama aldursflokki hinnar skógargerðarinnar og þegar þær voru gróðursettar í jarðveg úr sinni skógargerð. c) Ekki fengust afgerandi niðurstöður um gagnsemi örvista í mati á fjölbreytileika sveppróta, en örvistir reyndust gott
  rannsóknatæki til að meta þéttleika svepprótasmits í skógi. d) Fjölbreytileiki og þéttleiki svepprótar var marktækt meiri á innlendu trjátegundinni (birki) heldur en þeirri innfluttu
  (lerki). Þetta bendir til að enn vanti mikilvægar sambýlistegundir í íslenskri vist fyrir lerki. e) Þéttleiki og fjölbreytileiki útrænnar svepprótar lerkis breyttist mikið með aldri skóganna. Þéttleiki jókst í fyrstu með aldri, en þegar skógurinn hafði myndað samfellt laufþak og vaxtarhraði trjánna byrjaði að minnka þá dró aftur úr þéttleika svepprótar.
  Þessar breytingar voru beintengdar magni köfnunarefnis og fosfórs í efri jarðvegslögum sem og sýrustigi jarðvegs.

 • Ectomycorrhizal abundance and diversity of downy birch and Siberian larch stands in Iceland Diversity and abundance of the belowground ectomycorrhizal community was studied in a chronosequence of downy birch (Betula pubescens) and Siberian larch (Larix sibirica) forest sites in East Iceland, as well as in a nearby treeless heathland. The following questions were asked: a) Are there some ectomycorrhizal fungal partners for birch and larch in treeless heathland soils? b) Do young birch plants find ectomycorrhizal partners in larch forest soils and do young larch plants find such partners if planted in birch soil?
  c) Are microcosms a good method to use in studies on the ectomycorrhizal community? d) Is there more diversity and/or abundance of ecomycorrhizal symbiosis in the native downy birch than in the exotic Siberian larch? e) Is there some age-related change in the ectomycorrhizal community in downy birch or Simberian larch in Iceland? Could such changes, if present, be related to changes in some other biological or physical factors?
  The methods used to answer these questions were a mixture of field studies and laboratory research. Birch and larch seedlings were grown in microcosms with soil from four larch forests (13, 21, 40 and 53 years old), two birch forests (21 and 100 years old)
  and treeless heath land. Mycorrhizal colonization of roots was monitored every two weeks over six month period. Root samples from four larch forests (13, 21, 40 and 53
  years old) were also collected in situ and studied. The main findings of the present study were that: a) ectomycorrhizal diversity and abundance was significantly reduced for both
  species when grown in soil from treeless heath land compared to forest soils. b) Both tree species established equal ectomycorrhizal diversity and abundance if they were planted in
  soils from the same age-class of birch and larch forests. c) The study was not successful in answering if microcosm could be used to estimate diversity of ectomycorrhizal recipients, but the microcosm were shown to give a good relative estimate of mycorrhizal abundance at different study sites. d) More diversity and abundance was found in the native downy birch than in the exotic Siberian larch. This may indicate that the larch is still missing many of its native symbiotic mycorrhizal species. e)
  Ectomycorrhizal diversity and abundance in Siberian larch changed much with forest age. Initially it increased, but after canopy closure and the stands had reached their maximum current annual increment at ca. 20 years of age, it started to decrease again. The abundance of mycorrhiza was strongly related to amount of nitrogen and phosphorus in the topsoil, as well as soil acidity (pH).

Styrktaraðili: 
 • Skógrækt ríkisins
  Rannsóknarmiðstöðvar Íslands(RANNÍS)
Samþykkt: 
 • 19.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7343


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_Brynja_Hrafnkelsdottir_09.pdf697.53 kBOpinnPDFSkoða/Opna