is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7348

Titill: 
 • Útivistarsvæðið meðfram Búðará og út með ströndinni á Reyðarfirði
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þéttbýli þarf fólk á náttúru og grænum svæðum að halda fyrst og fremst af heilsufarslegum ástæðum, bæði andlegum og líkamlegum, og til að stunda útivist. Eitt dæmi um það er útivistarsvæðið meðfram Búðaránni og út með ströndinni á Reyðarfirði en verkefnið fjallar um gæði þess svæðis. Markmið verkefnisins var að kanna stefnu stjórnvalda í útivistarmálum í Fjarðabyggð, finna út hvar gæðin liggja og í hverju, innan afmarkaðs svæðis, með tilliti til
  útivistar. Einnig voru tengingar milli útivistarsvæðanna skoðuð. Í lokin voru settar fram hugmyndir að endurbótum einkum með tilliti til útivistar. Aðferðirnar við verkefnið voru: Söfnun grunnupplýsinga um svæðið með lestri heimilda, gagnaöflun frá stofnunum, vettvangsferð til að kynnast svæðinu, myndataka, greining svæðisins og úrvinnsla korta. Niðurstöður koma fram í lokakorti ásamt texta sem dregur saman og útskýrir niðurstöðurnar
  úr lokakortinu. Hugmyndir að endurbótum á svæðinu eru settar fram í kortum, myndum og texta. Niðurstöður sýna að stefnumörkun stjórnvalda kemur með góðar hugmyndir að útivist en
  orðalagið er opið, nánari útfærslu útivistar vantar.
  Gróflega skiptist athugunarsvæðið í tvennt, grænan gang og jaðarsvæði sem hafa gæði tengda sögunni, gróðurfari, útivistarmöguleikum, náttúrunni og eru stutt frá íbúabyggð. Innan
  svæðanna er hægt að finna s.s. leifar frá stríðsárunum, skógarlundi, vatn og stíga. Þá hafa svæðin nokkuð ólík einkenni.
  Tengingar eru víða rofnar vegna hindrana sem eru Búðaráin, iðnaðarsvæði og/eða umferðarmiklar götur.

Samþykkt: 
 • 20.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7348


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Anna Katrín Svavarsdóttir.pdf3.41 MBLokaðurPDF