is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7349

Titill: 
  • Að greinast með krabbamein. Upplýsingar og stuðningur sem fólk fær innan heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi
  • Titill er á ensku Being Diagnosed with Cancer. Information and support provided by healthcare services in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við sjö einstaklinga yfir sextugt sem greinst hafa með krabbamein og farið hafa í krabbameinsmeðferð. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka hvaða þýðingu það hefur fyrir fólk sem er komið yfir sextugt að greinast með krabbamein og hvaða upplýsingar og stuðning það fær í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að greining krabbameinsins hafði þá þýðingu að þrautargöngu milli lækna lauk og hafist var handa við að meðhöndla sjúkdóminn. Þeir sem fengu sjúkdómsgreiningu símleiðis upplifðu hana sem mikið áfall. Þátttakendur vildu fá miklu meiri upplýsingar en þeir fengu hjá læknum og í krabbameinsmeðferðinni. Þátttakendur fengu takmarkaðar upplýsingar um endurhæfingu, lagaleg réttindi og stuðningshópa krabbameinssjúklinga. Um helmingur þátttakenda vissi ekki að þeir ættu rétt á þjónustu næringarfræðinga, félagsráðgjafa, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa eða presta á Landspítalanum. Enginn þátttakenda fékk upplýsingar um að á Landspítalanum væri starfandi endurhæfing fyrir krabbameinssjúklinga. Niðurstöðurnar sýndu að auka þarf stuðning fagfólks við krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að hér á landi vanti heildstæð lög eða reglugerðir um endurhæfingu fyrir krabbameinssjúklinga með ákvæðum um að krabbameinssjúklingar skuli eiga rétt á alhliða endurhæfingu strax eftir að þeir greinast með krabbamein. Núverandi lagaheimildir eru í mörgum lagabálkum sem erfitt er að fá yfirsýn yfir.

  • Útdráttur er á ensku

    A qualitative study was performed in which seven individuals over age of 60 who have been diagnosed with cancer and have undergone cancer treatment were interviewed. The goal of the study was to investigate what it means to people over the age of 60 to be diagnosed with cancer and what information and support such patients receive from healthcare services in Iceland. The results of the study showed that being diagnosed meant that the endless referrals between doctors ended and the treatment process could begin. Those who received their diagnoses by telephone experienced a considerable shock. Participants wanted to receive much more information than they were given by doctors and during the cancer treatment. Participants were given limited information on rehabilitation, legal rights and support groups for cancer sufferers. More than half the patients did not know that they were entitled to the services of nutritionists, social workers, psychologists, physiotherapists, occupational therapists or priests at the Landspítali University Hospital. None of the participants were told that the Landspítali University Hospital provides rehabilitation services for cancer patients. The results show that professional support to cancer patients and their families needs to be improved. The results of the study imply that Iceland lacks comprehensive laws or regulations on rehabilitation for cancer patients. Such laws must provide for cancer patients’ entitlement to extensive rehabilitation immediately after being diagnosed with cancer. The current legal provisions are dispersed in numerous acts of law, which makes it difficult to gain an overview.

Samþykkt: 
  • 20.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7349


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsida_MA ritgerðar 24 4 2011 Skemman útdráttur (2).pdf164.83 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
MA ritgerðar Gunnjóna Una Guðm Skemman 25 4 2011.pdf816.54 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna