is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7355

Titill: 
 • Lífsstíll og sykursýki. Landskönnun á heilsu og líðan Íslendinga 2007
Útdráttur: 
 • Sykursýki af tegund 2 er langvinnur sjúkdómur sem tengist erfðum, líkamsþyngdarstuðli og lífsstíl (WHO, 2009). Rannsóknir benda til að breyting á lífsstíl ásamt lækkun á líkamsþyngdarstuðli geti minnkað áhættu á sykursýki af tegund 2 um allt að 58% hjá áhættuhópum. Samkvæmt nýlegri evrópskri rannsókn er neikvæð fylgni á milli fjölda lífsstílsbreyta sem fólk fylgir og langtímasykurs (Hba1c).
  Markmið þessarar rannsóknar er að skoða bakgrunn þeirra sem eru með sykursýki og meta hvort stéttarstaða þeirra sé betri eða verri en annara. Að skoða lífsstíl þeirra sem eru með sykursýki og meta hvort hann sé betri eða verri en annara. Að skoða hvaða breytur hafi mestu áhrifin á lífsstíl óháð sjúkdómum og hvaða þættir hafi áhrif á breyturnar.
  Notuð eru gögn sem safnað var af Lýðheilsustöð árið 2007 í Landskönnun á heilsu og líðan Íslendinga. Rannsóknar- og viðmiðunarhóparnir í þessari rannsókn samanstanda af þátttakendum á aldrinum 40-79 ára, samtals 4.155 einstaklingum. Bornir eru saman þeir sem eru með sykursýki og þeir sem eru með háþrýsting annarsvegar og þeir sem eru hvorki með sykursýki eða háþrýsting hinsvegar. Stuðst er við ráðleggingar Lýðheilsustöðvar til að ákvarða hvað telst góður lífsstíll. 14 lífsstílsbreytur eru skoðaðar út frá opinberum ráðlegginum. Að auki eru skoðuð meðaltöl breyta sem tengjast lífsstíl og sykursýki en engar ráðleggingar eru til um.
  Niðurstöður sýna að þeir sem eru með sykursýki eru marktækt eldri, með almennt verri stéttarstöðu og hærri líkamsþyngdarstuðul en báðir viðmiðunarhóparnir. Það er ekki marktækur munur á milli rannsóknarhóps og viðmiðunarhópa í fjölda lífstílsbreyta sem fylgt er. Þeir sem eru með sykursýki taka sjaldnar lýsi, neyta sjaldnar sætinda og kartaflna, hrísgrjóna og pasta og hreyfa sig minna en viðmiðunarhóparnir. Þeir eru einnig líklegri til að vera með skerta göngugetu og með lengri settíma. Jákvæð fylgni er á milli aldurs og fjölda lífsstílsbreyta sem fylgt er og var sú breyta ein og sér með hæsta skýringarhlutfallið. Sú breyta sem er með hæsta skýringarhlutfalli fjölda lífsstílsbreyta eftir að tekið var tillit til kyns og aldurs er breytan „reynir að borða hollan mat“. Af lífsstílsbreytunum er breytan „borðar morgunmat“ með hæsta skýringarhlutfallið. Aldur, kyn og líkamsþyngdarstuðull hafa áhrif á lífsstíl ásamt stéttarstöðu. Hægt er að greina ákveðið mynstur í lífsstíl út frá henni. Allar lífsstílsbreyturnar hafa áhrif á hvor aðra en ekki var hægt að greina mynstur í því.
  Þar sem stéttarstaða sykursjúkra er verri en annara en lífsstíll þeirra er ekki verri má draga þá ályktun að þeir hafi breytt lífsstíl sínum á einhverjum tímapunkti. Taka þarf tillit til skertrar göngugetu sykursjúkra við fræðslu til þeirra. Líkamsþyngdarstuðull hækkar hratt fram að 40 ára aldri og stendur í stað eftir það. Mikilvægt er að beina forvörnum til ungs fólks til að draga úr þessari þyngdaraukningu. Hreyfing minnkar með aldrinum. Það bendir til þess að fituhlutfall fólks haldi áfram að aukast þrátt fyrir það að líkamsþyngdarstuðullinn standi í stað. Þeir sem eru ekki í launuðu starfi hreyfa sig mun minna en aðrir. Í ljósi þess að hlutfall ellilífeyrisþega, atvinnulausra og öryrkja hefur aukist hratt á síðustu árum er mikilvægt að auka hreyfingu í þessum hópi, eða reyna að koma í veg fyrir að hún minnki með sértækum aðgerðum sem tekur tillit til skertrar göngugetu þessa hóps.

 • Útdráttur er á ensku

  Type 2 diabetes is a chronic disease connected to genes, body mass index and lifestyle. Studies show that a change in lifestyle, combined with decreased body mass index, can lessen the risk of type 2 diabetes up to 58% in high risk groups. According to a recent European study there is an inverse relationship between the number of lifestyle variables and Hba1c. The goal of this study is to examine the background of people who have diabetes, compare their social-economic status to the social-economic status of others and determine whether it is better or worse. To examine the lifestyle of people who have diabetes, compare it to the lifestyle of others and determine whether it is better or worse. To evaluate which variables influences lifestyle the most, regardless of disease and what influences each variable.
  The data used for this study was collected by The Public Health Institute of Iceland in 2007 in a national health survey. The study- and comparison groups are composed of 4,155 individuals, age 40-79 years. Those with diabetes are compared with those who have hypertension on one hand and those who have neither diabetes nor hypertension on the other hand. Public health recommendations are used to determine what constitutes a good lifestyle. Fourteen recommended lifestyle variables were examined along with the average practice of lifestyle variables that have no official recommendations.
  The study shows that those who have diabetes are older, have a generally worse social-economic status and a higher body mass index than both comparison groups. There was no statistical difference in the number of recommended lifestyle variables between groups. Those who have diabetes take less often cod liver oil, eat less often sweets and potatoes, rice and pasta and exercise less than both comparison groups. They are more likely to have problems with walking and spend more time sitting. There was a positive association between age and the number of recommended lifestyle factors. On its own, age had the highest coefficient of determination (R2) on the number of lifestyle variables followed. In combination with age and sex, the variable “tries to eat healthy food” had the highest R2 while the lifestyle variable “eats breakfast” had the highest R2. Age, sex and body mass index influence lifestyle along with socio-economic status. It was possible to discern a pattern in lifestyle based on socio-economic status. All the lifestyle variables influence each other but no pattern could be discerned based on them.
  As the socio-economic status of those who have diabetes is worse than others but their recommended lifestyle is not worse it can be deduced that they have changed their lifestyle at some point. When educating those with diabetes about lifestyle it is necessary to consider their diminished ability to walk. The body mass index rises sharply until the age of 40 and does not change after that. It is therefore important to aim prevention projects at young people to try to prevent this increase in body mass index. Those who do not work exercise less than others. As the percentage of retired and unemployed people and people with disability rises fast in Iceland it is important to try to increase exercise in these groups, or try to prevent it from decreasing, by specialized prevention programs that take their diminished ability to walk into account.

Styrktaraðili: 
 • GlaxoSmithKline
Samþykkt: 
 • 20.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7355


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð.pdf1.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna