is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7358

Titill: 
  • Lýðræði í Kínverska alþýðulýðveldinu og möguleikar á frekari útfærslu þess
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að varpa ljósi á sögu lýðræðis í Kína og möguleikum á frekari lýðræðisþróun. Hugtakið lýðræði fékk á sig jákvæða merkingu í hugum margra kínverskra menntamanna og varð að vinsælu slagorði í pólitískri umræðu í byrjun 19. aldar. Í ljósi þess hafa kínverskir pólitískir leiðtogar þurft að nota lýðræðislegt form ríkisstjórnar og stofnana þrátt fyrir að þeir væru að stofna einveldi. Hugmyndir um lýðveldi, stjórnarskrá, forseta, ríkisstjórn og þing voru aðeins tæki í augum margra kínverskra pólitískra leiðtoga.
    Pólitísk saga Kína á 20. öld einkennist af hringrás byltinga og einveldis þar sem óánægðir byltingarsinnar hrifsa til sín völdin í nafni fólksins og stofna ný einveldi, sem skapa reiði og óánægju og leiðir til þess að þeir eru hraktir frá völdum af nýjum byltingarsinnum, sem líka stofna einveldi. Allir byltingarsinnaðir andstæðingar valdboðsstjórnar í Kína hafa sagst vera lýðræðissinnar en um leið og þeir hafa komist til valda verða þeir valdboðssinnar. Það sama á við um Mao Zedong sem stofnaði Alþýðulýðveldið Kína árið 1949. Eftir lok Mao tímabilsins, árið 1976, hafa leiðtogar Kína lagst í umfangsmiklar efnahagslegar umbætur og fært Kína nær markaðshyggju, sem hefur skilað þjóðfélaginu örum hagvexti. Trúlega hefur stöðugleiki og vaxandi velsæld átt þátt í auknum kröfum eftir lýðræði. Alþýðulýðveldið Kína hefur síðustu 20 ár staðið í heimsins stærstu grasrótarlýðræðistilraun með því að starfrækja opnar kosningar til nefnda í þorpum, sem er lægsta stjórnsýslueining Alþýðulýðveldisins og jafnvel leyft kosningar til embætta í hærra settum stjórnsýslueiningum.
    Kínverski Kommúnistaflokkurinn hvikar þó enn ekki frá þeirri skoðun sinni að opnar fjölflokka kosningar henti Kína ekki og telja að rétt sé að stefna að umræðupólitík. Núverandi leiðtogar Kína telja að Kína verði að fara sínar eigin leiðir í innleiðingu lýðræðis og líta ekki svo á að sósíalismi og lýðræði útiloki hvort annað. Líklegt virðist að einhver tegund lýðræðis verði komin á innan 60 ára.

Samþykkt: 
  • 20.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7358


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - 20ein ritgerd.pdf651.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna