is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7363

Titill: 
 • Titill er á frönsku Rousseau et le concept d'apprentissage par expérience dans Emile, ou de l'éducation
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rousseau et le concept d’apprentissage par expérience dans Émile, ou de l’éducation er BA-ritgerð mín í frönskum fræðum við Háskóla Íslands. Titill hennar á íslensku gæti verið eitthvað á þessa leið: Rousseau og hugmynd hans um að láta börn læra í gegnum reynslu sett fram í bókinni Émile, ou de l’éducation. Er hugsuðurinn Jean-Jacques Rousseau (1712 í Genf – 1778 í Ermenonville) var uppi má segja að öld nútímavísinda hafi þegar verið hafin. Þyngdarlögmálið hafði verið uppgötvað á síðari hluta aldarinnar á undan. Tilgátu-afleiðsluaðferðin var að verða ríkjandi aðferð í raunvísindum. Kenningar raunhyggjumanna frá Bretlandseyjum, er andstætt rökhyggjumönnum litu á skynjaða reynslu sem aðaluppsprettu þekkingar, voru mikið lesnar á Frakklandi á fyrri hluta 18. aldar. Jean-Jacques hafði t. d. lesið verk eftir skoska raunhyggjumanninn John Locke (1632-1704), er skrifaði m. a. mikilvægt rit um uppeldismál. Rousseau kynntist í gegnum lestur hugmyndum margra annarra mikilvægra hugsuða. Þótt hann væri vel lesinn, var hann sjálfmenntaður, sem hafði áhrif á hugmyndir hans í uppeldismálum. Aðalviðfangsefni þessarar ritgerðar eru byltingarkenndar hugmyndir Rousseau er hann setti fram í bók sinni Émile, ou de l’éducation frá árinu 1762 um að láta barnið læra í gegnum reynslu. Athygli verður einkum beint að aðferðarfræði hans við að þróa hugmyndir og sýna fram á að þær standist, og verður leitast við að sýna fram á hliðstæður við vinnubrögð raunvísindamanna er þeir smíða kenningar með tilgátu-afleiðslu aðferðinni. Hún byggir í meginatriðum á því að smíða tilgátu til að geta skýrt og sagt fyrir um ákveðna hegðun í náttúrunni. Við tilgátusmíð gegna athuganir og úrvinnsla þeirra svo og líkanagerð með rökfræðilegum aðferðum mikilvægu hlutverki. Að lokum eru svo framkvæmdar tilraunir til að sannreyna hvort tilgátan standist og hægt sé að tala um kenningu. Mikilvægt er að hafa vel skilgreind rannsóknarskilyrði hvað snertir tilgátusmíðina svo og framkvæmd tilrauna. Rousseau gerir þetta með því t. d. að segja í upphafi hvernig upplag og uppvaxtarkiliyrði meginviðfangsefnis síns, ímyndaðs nemanda að nafni Émile, eigi að vera. Síðan byggir hann á rökfræðilegan hátt líkan um það hvernig vitsmunaþroski barns þróast hægt og hægt út frá skynreynslu þess. Athuganir á því hvernig barnið skynjar umhverfið sitt eru eitt af þeim atriðum er hann leggur þar til grundvallar. Líkanið notar hann til að sýna fram á hvaða kennsluaðferðir eru að hans mati vænlegastar til árangurs. Að lokum framkvæmir hann tilraunir sem eru í raun skáldaðar sögur þar sem Émile tekst á við ýmis viðfangsefni, til að athuga hvort það sem hann heldur fram standist í reynd.

 • Útdráttur er á frönsku

  Introduction
  À l’époque moderne, la société est en pleine évolution : les échanges entre les nations augmentent et de nouvelles technologies et méthodes sont fréquemment introduites. Par conséquent, les citoyens doivent s’adapter à de nouvelles situations et acquérir de nouvelles facultés, ce qui vivifie la discussion des méthodes d’enseignement, aussi bien durant la scolarisation que durant la vie entière. Dans ce contexte, l’utilisation et le développement de méthodes pédagogiques progressives jouent un rôle très important. Une de ces méthodes implique l’apprentissage par participation active de l’élève, un concept présenté par Jean-Jacques Rousseau, penseur suisse important du XVIIIe siècle, dans son livre Émile, ou de l’éducation en 1762. Ce qui nous intéresse ici est la question comment Rousseau développe et présente ce concept. Son approche sera examinée, notamment pour voir s’il y a des parallèles dans les méthodes employées dans les sciences naturelles. Dans ce cas, on veut voir en quoi ils consistent.
  D’abord, nous verrons les idées philosophiques prévalentes à l’époque de Rousseau, ce qui touche, entre autres, le développement des sciences naturelles et expérimentales. Ensuite, on se concentrera sur les aspects scientifiques qui influençaient les idées de Rousseau concernant la pédagogie. Dans ce contexte, sa propre formation (principalement autodidactique) et son expérience professionnelle joueront un rôle important. Puis son ouvrage Émile, ou de l’éducation sera présenté. Après l’avoir brièvement mis en contexte avec des œuvres philosophiques de l’auteur concernant la structure de la société, l’aspect pédagogique de l’ouvrage sera traité, notamment des concepts progressifs sur l’apprentissage par expérience. Ensuite, on mentionnera quelques penseurs qui l’ont inspiré, et l’aspect méthodique dans le développement de ses idées sera traité. On recherchera surtout des parallélismes avec l’approche utilisée par les scientifiques dans l’effectuation de leurs tâches et dans ce contexte, la méthode hypothético-déductive nous intéresse particulièrement. Elle implique la construction d’une hypothèse pour prédire un comportement, et l’effectuation d’expérimentions pour vérifier la validité des prédictions. Des passages dans l’œuvre indiquant des parallélismes avec cette approche seront présentés et discutés, par exemple l’emploi d’un texte fictif pour réaliser les expérimentations.
  Nous terminerons par des réflexions concernant les sciences d’éducation, qui évoqueront l’intérêt du lecteur pour ce domaine, je l’espère.

Samþykkt: 
 • 20.1.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7363


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bodvar JONSSON Kt 0812663609 BA verkefni Froensk fraedi jan 2011 Endanlegt.pdf392.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna