is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7364

Titill: 
  • Gátan um gáturnar. Um gátur í Heiðreks sögu og Hervarar, handrit og hugræn fræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni hennar eru gátur. Hugað verður að því hvað gerir gátu að gátu, hvernig gátur eru uppbyggðar og hvernig saga þeirra hefur þróast í tímanna rás. Einkum verður sjónum beint að stærsta safni íslenskra gátna, gátum Gestumblinda, sem finna má í Heiðreks sögu og Hervarar.
    Umfjöllunin um gátur Gestumblinda er tvíþætt. Í fyrsta lagi er fjallað um þrjú aðalhandrit Heiðreks sögu og Hervarar áður en fáeinar gátur úr tveimur aðalhandritum verða bornar saman. Samanburðurinn er einkum til þess fólginn að sýna hversu mikill munur er á milli handrita. Rætt verður um muninn og settar fram hugmyndir um hvað veldur honum. Í öðru lagi verður fjallað um gátur Gestumblinda út frá hugrænum fræðum. Fimm gátur verða skoðaðar með mismunandi aðferðum. Tvær gátur eru metafórur (e. metaphors) og í tengslum við þær verður fjallað um kenningar um metafórur, vörpun (e. mapping) og blöndun (e. blending). Ein af gátunum fimm, sem litið verður á, er orðaleikur (e. pun(s)/wordplay). Rætt verður um hvernig sú gáta er uppbyggð og hvernig lausnin er fundin með ýmsum aðferðum. Greint verður frá kenningum um flokkun (e. categorisation) og hugað að einni gátu þar sem hlustandi/lesandi neyðist til að víkka út hugmyndir sínar um dæmigerð (e. prototype). Að lokum verður skoðuð gáta þar sem sá er hana leysir þarf að greina á milli fígúru (e. figure) og bakgrunns (e. ground) til að átta sig á hvaða orð í gátunni eru vísbendingar um lausnina. Í lokakafla ritgerðarinnar verður fjallað um skemmtanagildi gátnanna og húmorinn sem finnst í þeim. Þar verður einnig tæpt á alvarlegum undirtóni gátnanna.

Samþykkt: 
  • 20.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7364


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gátan um gáturnar Gudrun St.pdf505.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna