is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7368

Titill: 
  • Mæna: tímarit og vefur um grafíska hönnun. Ritstjórn, útgáfa og orðræða
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fljótlega eftir að ég tók við starfi fagstjóra á námsbrautinni grafísk hönnun við Hönnunar- og Arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands varð mér ljós nauðsyn þess að skapa vettvang fyrir fræðilega umræðu um greinina. Þar sem ég hef mikinn áhuga á útgáfumálum einsetti ég mér að finna leið til þess.
    Úr varð hugmynd að útgáfu tímarits — Mænu — um grafíska hönnun í víðu samhengi. Í dag er ekkert til í raun sem ekki er hægt að finna á internetinu líka svo úr varð systurútgáfa tímaritsins á vefnum. Vefurinn, mæna.is, er gagnasafn fyrir verk nemenda á námsbrautinni og grafískra hönnuða hér á landi. Greinar og annað efni úr tímaritinu er einnig að finna á vefnum. Öllum sem hafa áhuga á að fjalla um grafíska hönnun er velkomið að setja inn efni á vefinn undir eigin nafni. Fyrsti hluti þessarar ritsmíðar fjallar um hugmyndalegan grundvöll Mænu.
    Útgáfuverkefni sem þetta er kjörið kennslutæki fyrir nemendur í grafískri hönnun en það eru nemendur á lokaári í námi sem hanna blaðið og taka þátt í verk- og ritstjórn undir stjórn minni og valinna kennara. Ég greini frá því hér hvernig skipu­lag verkefnisins var — einkum með hliðsjón af rit- og hönnunarstjórn — og hvernig kennslan gekk fyrir sig. Ég gef hér skýrslu um útgáfuferlið í heild.
    Að lokum fjalla ég um og kynni grafíska hönnun sem er vítt svið. Verk grafískra hönnuða snerta fólk í daglegu lífi þess án þess að umræða eða umfjöllun um greinina sé mikil. Ég tel að ástæða sé til að vekja bæði grafíska hönnuði og aðra til umhugsunar um áhrif greinarinnar og siðferðisleg álitamál sem snerta hönnun. Grafísk hönnun er (hagnýt) listgrein en er oftast nýtt til þjónustu við markaðsöflin. Oftar en ekki er grafísk hönnun notuð til að markaðssetja vöru eða þjónustu eða með öðrum orðum til að hvetja til neyslu eða stýra hegðun fólks. Ég velti upp spurningum um það hvort hönnun, sem átti eins og vélvæðingin að vera leið til að auka félagslegan jöfnuð, hafi snúist upp í andhverfu sína. Uppi eru raddir, innan greinarinnar og utan, um að neysluhyggjan og markaðshagkerfið séu að ganga af jörðinni dauðri og að umbætur séu óumflýjan­legar. Tæknilegt umhverfi greinarinnar og mögulegar miðlunarleiðir eru einnig að taka miklum breytingum og engar líkur á að hægjast muni á þróuninni. Í nýju samsk­ipta­umhverfi felst ógn því óvíst er hvernig skapandi fólki gengur að verja hugverk sín en varðveita jafnframt réttinn til að byggja á verkum annarra í sinni listsköpun. Í auknum tjáskiptum felast tækifæri fyrir grafíska hönnuði og möguleiki á að finna starfi sínu annan farveg en að vera í þjónustu við valdið.

Samþykkt: 
  • 20.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7368


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mæna_lokaverk_jan_2011_HGI2807706129_sk.pdf165,14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna