is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7372

Titill: 
  • Störf sálfræðinga á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Helstu markmið rannsóknarinnar voru að gefa yfirlit um störf sálfræðinga á Íslandi. Umfjöllunarefni eru starfsumhverfi, eftirlit, aðstoð, hlutverk, viðhorf, staða, rannsóknir, meðferð og greining. Erlendir spurningalistar voru hafðir til hliðsjónar við samningu spurninga þó flestar séu frumsamdar. Forprófun fór fram hjá klínískum barnasálfræðingi og klínískum fullorðinssálfræðingi. Að auki las stjórn Sálfræðingafélags Íslands yfir og gerði athugasemdir. Þá var listanum komið á rafrænt form og öllum skráðum sálfræðingum var sendur spurningalisti á veraldarvefnum í gegnum póstlista Sálfræðingafélags Íslands. Skráðir sálfræðingar hjá Sálfræðingafélagi Íslands eru 322 og voru þýði rannsóknarinnar. Þátttakendur sem byrjuðu að svara spurningalistanum voru 232 (72%) en 179 (56%) svöruðu listanum til enda. Meirihluti þátttakenda voru konur (68%). Meðalaldur þátttakenda var 44 ár og meðalstarfsreynsla var 11 ár. Allir þátttakendur höfðu háskólamenntun á framhaldsstigi og flestir voru með kandídats gráðu. Þátttakendur störfuðu að meðaltali á tveim vinnustöðum og um helmingur fékkst við fleiri en einn skjólstæðingahóp. Mestur tími þátttakenda fór í ráðgjöf, meðferð, greiningar og mat. Þeir sinntu að meðaltali 13 einstaklingum í viku og héldu þrjár kynningar í mánuði. Meirihluti þátttakenda telur vinnutíma sínum réttilega varið auk þess sem þeir starfa alltaf eða mikið í ákjósanlegu starfi. Meðferð, ráðgjöf og greining voru þeir þættir sem þátttakendur vildu helst sinna. Þeir töldu helst vanta að stunda rannsóknir í starfi sálfræðinga. Þátttakendur telja að endurmenntun sé ekki nógu vel sinnt. Vinnuálag var talið vera helsta áskorun sáfræðinga. Þátttakendur telja að vísindaleg vinnubrögð eigi að viðhafa innan sálfræði. Meirihluti þátttakenda taldi rannsóknir mikilvægar og vildi stunda rannsóknir en hafði ekki tækifæri á því. Flestir þátttakendur töldu fleiri en eina fræðilega nálgun eiga við sig og af þeim nálgunum voru flestir sem notuðu hugræna atferlisfræði. Þátttakendur töldu helst þörf á meiri kennslu og starfsreynslu í meðferð, ráðgjöf, greiningu og mati. Notkun upplýsinga var nokkuð breytileg en að meðaltali lásu þátttakendur 18,5 greinar á seinustu sex mánuðum . Mest notuðu þátttakendur samstarfsmenn eða leiðbeinendur til að afla upplýsinga tengdar starfinu. Næstum allir eða 96% töldu að Sjúkratryggingar Íslands ættu að koma að niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu og að helstu ógnir stéttarinnar væri skortur á fjárveitingum í sálfræðistörf. Í meðferð sinntu flestir kvíðaröskunum eða 90%, á bilinu 71-83% sinntu sjálfsmynd, lyndisröskunum, athyglisbresti og ofvirkni. Flestir töldu greiningu og mat vera mikilvægasta hluta meðferðar þar á eftir meðferðaráætlun. Rúmlega helmingur taldi að forgangsraða ætti útfrá alvarleika vanda og að leita ætti ráða um lyfjagjöf ef möguleiki væri á því. Mælingar á árangri eru nokkuð algengar en flestir nota mælingar oft. Í greiningu var svipuð notkun á ICD og DSM greiningarkerfum um 25-27%. Þátttakendur sögðust nota íslensk stöðluð mælitæki í 42% tilvika. Flestum fannst vanta mælitæki á Íslandi. Algengustu próf sem þátttakendur notuðu voru mælikvarði Becks á geðlægð (BDI) og mælikvarði Becks á kvíða (BAI). Helstu ályktanir sem draga má eru að sálfræði á Íslandi er stunduð með svipuðum hætti og í öðrum löndum. Helstu þættir í starfi sálfræðinga á Íslandi eru þrír: Greining, meðferð og ráðgjöf. Sálfræði líður fyrir fjársvelti sem virðist auka vinnuálag, breidd starfsviðs og fjölda vinnustaða. Helsta markmið sálfræðinga á Íslandi samkvæmt könnuninni er vafalaust að komast inní hið almenna heilbrigðiskerfi með þátttöku Sjúkratrygginga Íslands.

Samþykkt: 
  • 20.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7372


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bachelor2010finfin.pdf621.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna