is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7376

Titill: 
  • Fornleifar í Hjaltadal. Miðlun fornleifa með notkun kortasjár
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Að miðla fornleifum getur verið vandasamt verk. Fræðigreinin byggir á vísindalegum aðferðum sem erfitt getur verið fyrir almenning að henda reiður á. Fornminjar eru hins vegar eign þjóðarinnar og því er það nánast skylda fornleifafræðinga að miðla upplýsingum um störf sín áfram til almennings. Miðlun í fornleifafræði á sér vissulega stað á Íslandi, með notkun mismunandi miðlunarleiða og á ólíkum vettvangi. Upplýsingarnar er oftar en ekki þó erfitt að nálgast, sérstaklega þegar um er að ræða sérhæfðar skýrslur og rit sem aðeins koma út í takmörkuðu upplagi. Fornleifafræðin á að vera opin og aðgengileg fyrir almenning svo fólk hafi val um hvort það vilji fræðast frekar um hana.
    Ein leið sem hægt er að fara til að miðla fornleifum til almennings er að notast við netið. Notkunarmöguleikar netsins eru nánast óþrjótandi og þær leiðir sem hægt er að fara til að miðla fornleifum á honum eru margar. Sú leið var valin í þessu verkefni að notast við kortasjá til að miðla gögnum um fornleifar og byggðaþróun í Hjaltadal. Í kortasjánni koma fram á einum stað upplýsingar um þær fornleifar sem eru á svæðinu auk þess sem frekari upplýsingar eru þar inni, svo sem um örnefni og byggðaþróun.

Samþykkt: 
  • 20.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7376


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
greinargerd_hjaltadalur.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Greinargerð með lokaverkefni