Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7379
Í þessari ritsmíð skoða ég verk tveggja íslenskra rithöfunda, Indriða G. Þorsteinssonar og Arnaldar Indriðasonar. Rannsóknin mun aðallega snúast um nútímavæðinguna og áhrif hennar á bæði sveita- og bæjarsamfélagið um og eftir síðari heimsstyrjöld. Ritverkin tvö koma út á mismunandi tíma, Land og synir árið 1963 og Mýrin árið 2000, milli þeirra eru ólíkir ferlar sem tengjast breytingum á samfélagi, hugsunarhætti og mótun einstaklinganna. Í gegnum þessa ferla verður greint hvernig þessir höfunda bregðast við vandamálum í samfélaginu og rætt um lausnir sem þeir eru að veita lesendum sínum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Susan BA. ritgerð.pdf | 306.89 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |