en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7380

Title: 
 • Title is in an undefined language Balancen i juridisk sprog. En sammenligning af juridisk sprog i underrets- og højesteretsdomme med fokus på sprogpolitik for Danmarks domstole
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Dómstólarnir í Danmörku skiptast í þrjú dómstig en ekki tvö eins og hér á landi. Fyrsta dómstig er svokallað byret, undirréttir sem dreifast um Danmörku, þar með talið í Færeyjum og Grænlandi. Síðan eru tveir landsréttir og síðast Hæstiréttur sem æðsta dómstig.
  Dómstólaráðið í Danmörku gaf út málstefnu árið 2003, byggða á grundvelli ákvæða í Stjórnsýslulögum en málstefnan heitir Sprogpolitik for Danmarks Domstole. Þar eru starfsmenn dómstólanna hvattir til að bæta málnotkun sína út á við svo hinn
  almenni borgari skilji betur lagatextann sem kemur þaðan, hvort heldur sem er í almennum bréfaskrifum, dómum eða öðrum opinberum gögnum. Lítið hefur verið rannsakað hversu áhrifamikil málstefnan hefur verið í raun og veru en þær rannsóknir sem hafa verið gerðar sýna nokkuð mismunandi niðurstöður. Ein þeirra bendir til að áhrifa hefur gætt til hins betra meðan önnur sýnir að lítið hefur þokast í þeim efnum.
  Ég hef valið 5 sérkenni sem einkenna lögfræðiorðaforða og talið þau í 14 útvöldum dómum frá Hæstarétti, dómstólnum í Færeyjum og á Bornholm, samtals rúml. 14.000 orð. Sérkennin eru framandorð, samsettar sagnir, sagnarnafnorð, íðorð og íðorðasambönd og loks þolmynd. Ég hef fundið þessi séreinkenni og borið þau saman milli dómstólanna til að svara eftirfarandi spurningum:
  Hvað einkennir þann lögfræðiorðaforða sem þessir þrír dómstólar nota?
  Hversu lík eða ólík er málnotkun dómstólanna sín á milli með tilliti til þessara séreinkenna?
  Standast þessir þrír dómstólar þá kröfu sem málstefnan frá 2003 leggur fram?
  Niðurstaðan er sú, að teknu tilliti til ýmissa þátta, svo sem staðlaðra texta, að dómstólarnir nota mjög svipað orðafar og skrifa á meðfærilegu máli og skiljanlegu.
  Þó bera dómarnir enn nokkurn keim af orðaforða og setningafræði sem mætti betrumbæta, t.d. samanskrúfuð orðskipan, langar setningar og ýmis íðorð.

Accepted: 
 • Jan 20, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7380


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sólveig Eyvindsdóttir.pdf1.29 MBOpenHeildartextiPDFView/Open