is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7384

Titill: 
  • Grindavíkurstríðið 1532
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um átök milli enskra og þýskra kaupmanna á Íslandi í Grindavík árið 1532 og stöðu utanríkisverslunar á Íslandi á 15.-16. öld. Hún segir frá þróun utanríkisverslunar á Íslandi á áratugunum á undan og lýsir átökunum ásamt því að setja þau í samhengi, útskýra þau og ræða afleiðingar þeirra. Fjallað er um hvernig milliríkjasamskipti þessa tíma gengu fyrir sig, sérkennilega væg viðbrögð Hinriks VIII við átökunum í Grindavík eru skoðuð og þeirri spurningu velt upp hvort átökin hafi verið hluti af stærri áætlun Hamborgarmanna á Íslandi. Markmið ritgerðarinnar er að skýra frá átökunum, hvernig og hvers vegna þau urðu og hvaða þýðingu þau höfðu í Íslandssögunni. Grindavíkurstríðið markaði ákveðin tímamót í sögu íslenskrar utanríkisverslunar því í átökunum töpuðu Englendingar síðustu bækistöð sinni á meginlandi Íslands og eftir stríðið fór verslun við Íslendinga smám saman í hendur Þjóðverja, áður en einokunarstefna Dana tók við.

Samþykkt: 
  • 20.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7384


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Grindavíkurstríðið 1532.pdf550.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna