is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/739

Titill: 
 • Hönnun grunnskólalóða með tilliti til hreyfingar : hvernig er staðið að málum?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta fjallar um hvernig staðið er að hönnun skólalóða og hvort hreyfing sé höfð að leiðarljósi við hönnun þeirra.
  Margar grunnskólalóðir bjóða nemendum ekki upp á nógu fjölbreytta hreyfingu og sú hreyfing sem boðið er uppá nýtist betur þeim börnum sem stunda íþróttir hjá íþróttafélögum og hafa gaman af boltaleikjum. Rannsóknir sýna að offita og hreyfingarleysi barna er sífellt að aukast og í dag eyða börn 30 – 37 kennslustundum á viku í skólanum, 36 vikur á ári og því er mikilvægt að skólalóðir séu hannaðar með tilliti til fjölbreyttrar hreyfingar. Í lögum og reglugerðum er ekki margt að finna sem snýr að gæðum grunnskólalóða. Á undanförnum misserum hafa gæði skólalóða þó verið mikið í almennri umræðu og með auknum þrýstingi hafa sveitarfélög, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, verið að bregðast við með umræðum og stefnumótunarvinnu.
  Til að afla upplýsinga um hvernig málum er háttað varðandi skipulag grunnskólalóða og hvort stuðst sé við hreyfihvetjandi viðmið voru fyrst tekin viðtöl við fulltrúa skipulags-, byggingar-, mennta- og framkvæmdasviða sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin sem tekin voru fyrir voru Reykjavík, Garðabær, Kópavogur og Hafnarfjörður. Þessi sveitarfélög eru fjölmennustu sveitarfélög landsins og þóttu líklegri en önnur sveitarfélög til þess að hafa sett sér stefnu og verklagsreglur um skipulag grunnskólalóða. Að því búnu voru tekin viðtöl við landslagsarkitekta sem starfað hafa við hönnun skólalóða fyrir þessi sveitarfélög og urðu þær stofur fyrir valinu sem oftast voru nefndar í viðtölunum við starfsfólk sveitarfélaganna.
  Hönnun og bygging grunnskólalóða er í höndum sveitarfélaganna og hafa þau yfirumsjón með verkinu. Sveitarfélögin gera almennt litlar kröfur til hönnuða hvað varðar hugmyndafræðilega nálgun við hönnun skólalóða, engin hreyfiviðmið virðast vera til og ekki virðist vera gerð nein þarfagreining fyrir hönnun grunnskólalóða. Humyndafræði við hönnun lóða virðist að mestu leyti byggjast á reynslu þeirra sem hanna þær.

Samþykkt: 
 • 31.8.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/739


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf996.47 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna